Saksóknari deilir við dómarann

Lára V. Júlíusdóttir,  saksóknari í Nímenningmálinu, hefur tjáð sig í fjölmiðlum.  Erlendis.  Sjá hér.

Það er margt athyglisvert sem hún segir, ekki síst vegna þess að hún staðhæfir hluti sem dómurinn tók af öll tvímæli um, og þvert á það sem hún heldur fram.  Meðal annars komst dómurinn að þeirri niðurstöðu að sakborningar hefðu ekki valdið neinum meiðslum á þingvörðum, öfugt við það sem forseti Alþingis hafði haldið fram opinberlega, og einnig að meint brot þeirra gætu alls ekki átt við 100. grein hegningarlaga, því „með engu móti [yrði] talið að fyrir þeim hafi vakað að reyna að kúga Alþingi eða að athafnir þeirra geti talist vera sú árás á þingið að sjálfræði þess hafi verið hætta búin.“

En,  Lára þrjóskast við:

„What they [Rvk9] did was exactly what is described in article 100 of the penal code. They attacked the staff of parliament, forced their way into the parliament building and beat up the staff, some of whom got hurt.“

Það er margt fleira athugavert við það sem Lára segir, þ.á.m. rangfærslur um vanhæfi hennar, en ég læt hér við sitja.  Ég vona hins vegar að Lára komi aldrei aftur nálægt ákæru- eða dómsvaldi þessa lands, og að þeir sem öttu henni á foraðið, eða hvöttu hana a.m.k. með svívirðilegum og röngum yfirlýsingum um saklaust fólk, hafi lært þá lexíu að þeir reyni ekki aftur að beita dómsvaldinu til að berja niður tjáningarfrelsi borgaranna.