Svartur dagur í sögu lýðveldisins

Í dag féll dómur í Nímenningamálinu.  Þrátt fyrir að ákæruvaldið hafi farið fram með einhverja svívirðilegustu ákæru sem um getur í sögu lýðveldisins vonuðu margir, og töldu augljóst, að sakborningar yrðu sýknaðir af öllum ákærum.  Þrátt fyrir að Pétur Guðgeirsson dómari hafi sýnt verjendum sakborninga skammarlega lítilsvirðingu í þinghaldinu, og ekki heldur lýst saksóknarann vanhæfan þrátt fyrir mikil tengsl við brotaþolann, þá neituðu margir að trúa því að hann gengi erinda þeirra fasísku tilhneiginga sem ríkisvaldið hefur sýnt í þessu máli.  Annað kom á daginn.

Halda áfram að lesa