Sæl Ólöf,
Þegar ég ákvað að skrifa þér var það þessi frétt sem ég hafði í huga, og ætlaði eiginlega bara að fjalla um hana:
http://www.dv.is/frettir/2015/
Sæl Ólöf,
Þegar ég ákvað að skrifa þér var það þessi frétt sem ég hafði í huga, og ætlaði eiginlega bara að fjalla um hana:
http://www.dv.is/frettir/2015/
Mikið hefur verið deilt um úrskurði Hæstaréttar síðustu árin, og sem betur fer er það að færast í aukana að lögfræðingar viðri gagnrýni á störf réttarins. Það er gott, því Hæstiréttur þarf eiginlega frekar en flestar aðrar stofnanir á gagnrýni að halda, þar sem enginn er yfir hann settur, og nánast ómögulegt að hrófla við því sem hann ákveður, jafnvel þegar það er tóm þvæla. Reyndar hefur Mannréttindadómstóll Evrópu (MDE) margsinnis slegið á puttana á dómurum Hæstaréttar, en hann er eini aðilinn sem það getur, og aðeins á mjög takmörkuðu sviði, auk þess sem það er afar erfitt að fá MDE til að taka mál til meðferðar. Halda áfram að lesa
Talsvert hefur verið fjallað um mál Mohammeds Lo, rúmlega tvítugs manns sem flúði frá Máritaníu, þar sem hann hafði verið þræll alla ævi, og kom til Íslands fyrir rúmu ári. Í þessum pistli er saga hans rakin í aðalatriðum. Eins og fram hefur komið var Mohammed synjað um hæli á Íslandi, og ákveðið að hann skyldi fluttur aftur til Noregs, þaðan sem hann kom til Íslands. Því til stuðnings var vitnað í Dyflinnarreglugerðina svokölluðu, sem heimilar ríki innan Schengen-svæðisins að senda fólk sem sækir um hæli tilbaka til þess lands innan svæðisins sem það kom frá. Halda áfram að lesa
Fyrirsögnin á þessari frétt er röng. Gunnar Birgisson ER holdgervingur spillingar og valdhroka í augum mjög margra. En, það er refsivert að segja það, samkvæmt nýlegum dómi. Halda áfram að lesa