Að hvítþvo fúskið — opið bréf til forseta

Sæll Guðni

Það voru mikil vonbrigði að sjá rökstuðning þinn fyrir ákvörðuninni um að staðfesta skipun dómaranna í Landsrétt. Ég átti alveg eins von á að einhverjir lögspekingar hefðu bent þér á leið til að réttlæta þetta sem öðrum hefði yfirsést. En það sem þú segir í yfirlýsingu þinni er furðuleg samsuða sem engan veginn tekur á því sem ágreiningurinn snýst um, og það er þér ekki til sóma. Halda áfram að lesa

Opið bréf til Steingríms J.

Sæll Steingrímur

Ég var að lesa þennan pistil Björns Vals Gíslasonar: Ríkisstjórn um velferðarmál og jöfnuð

Ég geri ráð fyrir að þú hafir lesið hann líka. Því langar mig að spyrja þig hvort þú ert á sama máli og Björn, og lítir svo á að „hraðar kerfisbreytingar“, svo sem þær hægu breytingar á kvótamálunum sem aðrir flokkar hafa lagt til, séu í andstöðu við velferð og jöfnuð. Halda áfram að lesa

Opið bréf til innanríkisráðherra

Sæl Ólöf

Sem innanríkisráðherra berð þú ábyrgð á þeim málum sem hér er fjallað um: http://www.frettatiminn.is/utlendingastofnun-sendir-stridshrjad-born-aftur-til-talibana/

Þetta er ekki í fyrsta, ekki í annað, ekki í þriðja skiptið sem íslensk yfirvöld sýna af sér svona viðurstyggilega grimmd. Halda áfram að lesa

Opið bréf til Ólafar Nordal um hælisleitendur

Sæl Ólöf,

Þegar ég ákvað að skrifa þér var það þessi frétt sem ég hafði í huga, og ætlaði eiginlega bara að fjalla um hana:

http://www.dv.is/frettir/2015/12/8/fjogurra-manna-fjolskylda-rekin-ur-landi-langveikur-sonur-faer-ekki-lyf/ Halda áfram að lesa

Opið bréf til Einars K. þingforseta

Sæll nafni

Það var nógu slæmt gerræðið (svo maður segi ekki valdaránið) sem þú framdir á Alþingi í dag, þar sem þú ákvaðst að innanríkisráðherra skyldi undanþeginn því sem hingað til hefur verið álitin skylda ráðherra, að svara spurningum þingmanna.  Þetta gerðir þú án þess að hafa til þess nokkurn rétt, nema rétt valdníðingsins sem telur að eigin völd réttlæti hvaða yfirgang sem er.

Halda áfram að lesa