Opið bréf til Steingríms J.

Sæll Steingrímur

Ég var að lesa þennan pistil Björns Vals Gíslasonar: Ríkisstjórn um velferðarmál og jöfnuð

Ég geri ráð fyrir að þú hafir lesið hann líka. Því langar mig að spyrja þig hvort þú ert á sama máli og Björn, og lítir svo á að „hraðar kerfisbreytingar“, svo sem þær hægu breytingar á kvótamálunum sem aðrir flokkar hafa lagt til, séu í andstöðu við velferð og jöfnuð. Halda áfram að lesa

Skreytilist hins djöfullega

Stjórnarflokkarnir hafa þegar svikið illilega í kvótamálinu.  Nú virðist endanlega ljóst að þeir ætli líka að svíkja í stjórnarskrármálinu.  Náðarhöggið veitti Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, sem þar með sýnir hvað vakir fyrir honum með yfirlýsingum um að láta af „tilgangslausu stríði“ í pólitíkinni. Halda áfram að lesa

Tilkynning til fjölmiðla um LÍÚ

Vegna síendurtekinna „frétta“ í fjölmiðlum síðustu daga og vikur hefur Umboðsmaður Almennings beðið mig að koma eftirfarandi á framfæri:

„Við vitum öll að LÍÚ telja að minnsta röskun á núverandi kvótakerfi muni grafa undan kaupmætti, veikja gengi krónunnar, setja sjómenn á vonarvöl, leggja sjávarþorp í eyði, auka atvinnuleysi, grafa undan siðgæði, auka alkóhólisma, fjölga sjálfsvígum, eyðileggja rekstrargrundvöll Morgunblaðsins og valda því að börnin okkar fari grátandi og svöng í háttinn um alla framtíð. Plíííííís, ekki segja okkur frá þessu einu sinni enn.“