Tillaga og greinargerð um kvótakerfið

Tillaga:

1. Allur kvóti verði innkallaður, frá og með næsta fiskveiðiári.

2. Öll afnot af kvóta verði seld á opnu uppboði, til eins eða fleiri ára í senn, þó ekki fleiri en tíu.

Greinargerð:

Verði kvótinn seldur á uppboði mun útgerðin væntanlega borga það fyrir hann sem hún þolir, ekki meira.

Útgerðir sem ekki þola að kaupa kvóta á uppboði í slíkri samkeppni ættu að fara á hausinn.

Sé ástæða til að ætla að einhver byggðarlög fari illa út úr þessu má styrkja þau fjárhagslega.  Slíkir styrkir, og notkun þeirra, skulu vera uppi á borðinu, í nafni gegnsæis.

Deildu færslunni