Greinasafn fyrir merki: Ögmundur Jónasson
Ögmundur er auðvaldssinni
Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur ekki haft sig í frammi varðandi þann skuldavanda sem stór hluti íslenskra heimila er að kikna undir (og sem stafar af því að bankarnir hafa fengið að mergsjúga skuldarana í skjóli ríkisstjórnarinnar, sem neitar að taka verðtrygginguna úr sambandi, hvað þá að færa niður stökkbreyttu lánin).Ögmundur virðist heldur ekkert hafa við það að athuga að bankarnir hafa grætt tvö hundruð milljarða frá hruni, ekki síst á þeim húsnæðislánum sem svo margt fólk er að kikna undir. Halda áfram að lesa
Rannsóknarnefnd, ekki starfshóp! Ögmundur!
Ögmundur innanríkisráðherra hefur lýst yfir að hann ætli að skipa starfshóp til að fara yfir Geirfinns- og Guðmundarmálið. Það gætu verið slæmar fréttir. Skipan „starfshópa“ er því miður velþekkt aðferð til að þagga niður gagnrýni, án þess að nokkuð bitastætt sé gert. Það ætti að vera ljóst að til að komast til botns í þessu máli þarf rannsóknarnefnd með víðtækar heimildir til gagnaöflunar og vitnaleiðslu. Slíkar heimildir hefur starfshópur skipaður af ráðherra ekki. Halda áfram að lesa
Samtrygging, einelti, Ögmundur og Sigmundur
Það er ekki geðslegt að sjá Ögmund Jónasson taka til varna fyrir Sigmund Davíð Gunnlaugsson hér, og ömurlegt að heyra íslenskt valdafólk tala eina ferðina enn um réttmætar spurningar fjölmiðla sem einelti. Ögmundur gengur reyndar skrefi lengra, og líkir fjölmiðlum við morðingja, sennilega af því honum finnst einelti ekki nógu krassandi lýsing á þeim „ofsóknum“ sem hann og félagar hans verða fyrir. Halda áfram að lesa
Priyanka, Jussanam og Ögmundur
Það er gleðilegt að sjá viðbrögðin í fjölmiðlum (og á Facebook) við ákallinu um stuðning til handa Priyanka Thapa, ungri nepalskri stúlku sem búið hefur á Íslandi síðastliðið ár, en á yfir höfði sér brottvísun, samkvæmt ákvörðun Útlendngastofnunar, og síðan að verða gift manni gegn vilja sínum í heimalandinu. Þessi miklu og almennu viðbrögð gera að verkum að maður skammast sín aðeins minna fyrir að vera Íslendingur, þótt hryllilegt sé að horfa upp á mannúðarleysið sem einkennir ákvarðanir þessarar stofnunar. Halda áfram að lesa