Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur ekki haft sig í frammi varðandi þann skuldavanda sem stór hluti íslenskra heimila er að kikna undir (og sem stafar af því að bankarnir hafa fengið að mergsjúga skuldarana í skjóli ríkisstjórnarinnar, sem neitar að taka verðtrygginguna úr sambandi, hvað þá að færa niður stökkbreyttu lánin).Ögmundur virðist heldur ekkert hafa við það að athuga að bankarnir hafa grætt tvö hundruð milljarða frá hruni, ekki síst á þeim húsnæðislánum sem svo margt fólk er að kikna undir. Halda áfram að lesa
Greinasafn fyrir merki: Skuldavandi heimilanna
Svör Guðfríðar Lilju og Sigríðar Ingibjargar
Í síðustu viku birti ég hér opið bréf til Alþingismannanna Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur og Guðfríðar Lilju Grétarsdóttur, þar sem ég spurði hvað þær hygðust gera varðandi skuldavanda þeirra sem eru með stökkbreytt húsnæðislán, samtímis því sem bankarnir raka saman ofsagróða. Þær hafa nú báðar svarað, og birtast svörin hér að neðan.
Ég er þakklátur þeim Sigríði og Guðfríði fyrir svörin. En ég hef ekki skipt um skoðun í þessum málum, þótt ég ætli ekki að segja meira um það núna, umfram það að benda á þennan pistil minn.