Ég býð mig fram í prófkjöri Pírata sem nú stendur yfir. Eitt af því sem ég vil sjá á næsta kjörtímabili er skikkanlegur leigumarkaður. Halda áfram að lesa
Greinasafn fyrir merki: Húsnæðismál
Það er einfalt mál að leysa húsnæðisvandann
Myndin er samsett af Kvennablaðinu
Nýlega undirritaði Dagur borgarstjóri samning um byggingu 332 íbúða á Gelgjutanga í Reykjavík. Markmiðið er væntanlega að létta svolítið þann gríðarlega þrýsting sem er á húsnæðismarkaði á höfuðborgarsvæðinu. Það er góðra gjalda vert, og kannski algert aukaatriði þótt það sé kaldhæðnislegt, að eigandi fyrirtækisins sem samið var við, og sem væntanlega mun græða þokkalega á þessu, er Ólafur Ólafsson. Hann er einn af þeim sem ábyrgð bera á hruninu, sem er ein af orsökum hins hryllilega ástands í húsnæðismálunum. Halda áfram að lesa
Blóð handa hrægömmum, kökur handa fólkinu
(Það er búið að segja þetta mörg hundruð sinnum, en það virðist ekki nægja …)
Eftir því sem ég best veit hefur eftirfarandi margendurteknu staðhæfingum ekki verið mótmælt: Halda áfram að lesa
Svör Guðfríðar Lilju og Sigríðar Ingibjargar
Í síðustu viku birti ég hér opið bréf til Alþingismannanna Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur og Guðfríðar Lilju Grétarsdóttur, þar sem ég spurði hvað þær hygðust gera varðandi skuldavanda þeirra sem eru með stökkbreytt húsnæðislán, samtímis því sem bankarnir raka saman ofsagróða. Þær hafa nú báðar svarað, og birtast svörin hér að neðan.
Ég er þakklátur þeim Sigríði og Guðfríði fyrir svörin. En ég hef ekki skipt um skoðun í þessum málum, þótt ég ætli ekki að segja meira um það núna, umfram það að benda á þennan pistil minn.
Sigríður Ingibjörg, Guðfríður Lilja …
Hér fer á eftir póstur sem ég sendi Alþingismönnunum Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur og Guðfríði Lilju Grétarsdóttur í gær. Fái ég svör frá þeim mun ég birta þau hér.
——————————————————————————————— Halda áfram að lesa