Það er búið að eyðileggja mikið af lífríkinu í Lagarfljóti, öfugt við staðhæfingarnar áður en farið var af stað. Hellisheiðarvirkjun dreifir brennisteinsvetni í miklu magni og veldur hörðum jarðskjálftum, sem hvorugt var kynnt áður en framkvæmdir hófust. Í Svartsengi er ekki mikið lengur hægt að dæla affallssvatninu niður í hraunið svo það þarf væntanlega að leiða það út í sjó, fyrir fleiri milljarða, og án þess nokkur viti hvaða áhrif það muni hafa á lífríkið. Enginn virðist hafa áttað sig á þessu áður en virkjað var. Ekki heldur hefur heyrst minnst á þetta vandamál varðandi fyrirhugaða virkjun á Þeistareykjum,
Nú er eitthvert fólk að halda fram að virkjun í neðri hluta Þjórsár gæti haft neikvæð áhrif á lax og aðra fiska sem lifa í ánni, og á þetta hefur reyndar verið bent áður.
En, eru ekki allir hressir?