Í Háskóla Íslands er talsvert af góðu vísindafólki, og dálítið af fólki sem stendur framarlega á sínu sviði í því alþjóðasamfélagi sem vísindin eru. Hinir eru miklu fleiri, sem ekki standast þær kröfur sem gerðar eru í alþjóðasamfélaginu. Það sem verra er, dragbítar hafa töglin og hagldirnar í valdakerfi skólans, og vinna leynt og ljóst gegn þeim yfirlýstu markmiðum skólans að verða gjaldgengur á alþjóðavettvangi. Það gildir, þótt ótrúlegt megi virðast, líka um rektor skólans. Það er margt, fólkið í HÍ sem veit þetta, en það veit líka að í þessu „litla og heilbrigða samfélagi“ eins og Guðbergur Bergsson kallaði Ísland einhvern tíma, er fólki að öllu jöfnu útskúfað kirfilega ef það dirfist að benda á klæðleysi keisaranna. Halda áfram að lesa
Greinasafn fyrir merki: Ólafur Þ. Harðarson
Þjónkun háskóla við valda- og hagsmunaaðila
Í nýlegri frétt á RÚV er sagt frá athugasemdum Ólínu Þorvarðardóttur við kostun á stöðum starfsmanna háskóla, en hún nefndi sérstaklega stöðu Helga Áss Grétarssonar við Lagastofnun HÍ, sem kostuð er af LÍÚ. Hér verður ekki rakið það sem Helgi hefur látið frá sér fara um þessi mál í fjölmiðlum, en augljóst er að ýmsar staðhæfingar hans um þau eru ekki byggðar á óyggjandi niðurstöðum úr rannsóknum. Halda áfram að lesa