Spegill, spegill

Ingó er náttúrulega bara snillingur. Hann er búinn að taka helling af virkilega flottum myndum en ekki nóg með það heldur nær hann einhvernveginn fram svipbrigðum sem ég vissi ekki að ég ætti til. Við erum líka algerlega á sömu bylgjulengd hvað varðar vinnslu á myndunum. Fínt að nota myndvinnslu til að mýkja, skerpa eða ná öðrum áhrifum en það er engin ástæða til þess í svona bók að fremja fegrunaraðgerðir með photoshop. Þetta er blygðunarlaus bók sem stundum kallar beinlínis á hrukkur og annan dónaskap.

Myndvinnsla eða ekki?

Lentum seinni partinn í gær og fórum í kaffi til pabba og Rögnu. Ég átti ekki von á því að Ingó yrði fyr og flamme strax sama kvöld en hann vildi ólmur ráðast í myndatöku.

Þessi mynd er unnin í myndvinnsluforriti en flestar myndanna verða mjög lítið unnar. Hér þjónar myndvinnslan tilgangi og ég er þrælánægð með útkomuna.


Hér er ein óunnin úr sömu töku. Mér finnst hún falleg líka.

Birta

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ég er búin að liggja yfir teikningum af Birtu frá áramótum og held að ég ætli að hafa hana nokkurnveginn svona. Þótt þetta sé einföld fígúra eru myndirnar mun tímafrekari í vinnslu en þær líta út fyrir að vera.

Þar sem dauðinn truflar engan

Þegar við mætum sitja þær á kaffistofunni og spjalla um daginn og veginn. Drekka morgunkaffið. Engin þeirra gefur til kynna að neitt óvenjulegt hafi gerst. Hulla opnar dagbókina. ‘Nú, er Lisbet dáin’ segir hún hljóðlega, það er staðhæfing frekar en spurning og hvorki undrun né sorg í röddinni.

Mér bregður ekki. Hef átt von á þessu í nokkrar vikur. Og hinar staðfesta, jú einmitt, hún dó í fyrrnótt, verður grafin á laugardag. Nei það kom ekkert fyrir. Hún lifði í 95 ár, og svo bara dó hún. Svo halda þær áfram fyrri samræðum og sér ekki merki um áfall eða sorg á nokkurri þeirra. Heimilisfólkið er heldur ekki í neinu uppnámi. Mætir að morgunverðarborðinu án þess að nefna Lísu einu orði og þegar ég kveð laust eftir hádegi hefur enginn nefnt hana ennþá.

Eru þá samstarfskonur mínar kaldlyndar? Konurnar sem klæddu hana og böðuðu, skiptu um umbúðir á fótsárunum, hlustuðu á ævisöguna hennar, dáðust að handavinnunni hennar, vöktu yfir henni veikri. Eru íbúarnir sem sátu til borðs með henni í hádeginu og sýndu henni samúð þegar hún fékk gallsteinakast kaldlyndir? Varla. Það er ekki af því að hún sé gleymd sem þau standa ekki á orgunum af harmi. Það er ekki af því að öllum hafi verið sama um hana. Og hún var oft þreytt en ekki svo þjáð að dauði hennar hafi létta fargi af neinum. Það er bara af því að á elliheimili er dauðinn hluti af norminu. Fólk deyr og það er ekkert meira um það að segja. Það er ekki áfall, ekki harmrænn atburður, bara örlög sem verða ekki umflúin.

Þegar ættingi eða vinur deyr, sýpur fólk hveljur yfir tilfinningaleysi mínu. Mér hefur verið ráðlagt að leita til geðlæknis vegna þeirrar persónuleikaröskunar að æsa mig ekki yfir dauðanum. Það þykir bera vott um að ég sé verulega ‘skemmd’ þegar ég, sem þó græt þar til ég æli yfir hlutum sem ég hefði kannski getað haft áhrif á, sýni engin sérstök viðbrögð við dauðanum.

Af þessu má ráða:
-Starfsfólk sjúkrastofnana, hermenn og aðrir sem venjast dauðanum er allt saman stórskemmt lið.
Eða
-Það er eitthvað bogið við samfélag sem fellir dóma yfir þeim sem sætta sig við dauðann. 

Kisur og rjómarönd

Komst að því í dag hversvegna er skynsamlegt að loka kettina frammi í þvottahúsi á meðan maður býr til rjómarönd. Ég hefði sko þurft að gera það áður en ég byrjaði að þeyta rjómann. Um leið og ég náði annarri til að henda henni fram, var hin komin upp á borð. Samvinnuóþekkt semsagt. Halda áfram að lesa

jóla

Skreytti jólatré og komst að því hversvegna nágrannarnir vildu endilega miða tímasetninguna við að Eva gæti verið með. Það er af því að enginn annar í götunni er nógu ungur til að klifra upp í stiga. Fékk kaffi og eplaskífur á eftir. Notalegt fólk.

jólaskreyta

Ekkert smá spennt yfir því að fá að leika nýja, rosalega velkomna í hverfið- nágrannann á morgun. Skreyta jólatré með hinu fólkinu í götunni (ég skal veðja að þau setja Dannebrog á toppinn) og svo eitthvað svona nágrannakaffi og taumlaus hverfishamingja.

Glæpapakk

Ég hef sofið óvært nokkuð lengi en held svei mér þá að ég sé búin að finna lausn. Ég fékk lánaða sæng sem er ætluð taugaveikluðu og órólegu fólki. Ég sá svona sæng fyrst á elliheimilinu hjá konu sem er mjög ör og óróleg en hefur sofið betur eftir að hún fékk sængina. Halda áfram að lesa

Leynivinalögga?

Getur verið að sé leynivinaleikur í gangi hjá löggunni á Akureyri? Undanfarið hafa komið mjög margar flettingar þaðan á þessa gömlu færslu. Langflestar flettingar frá tmd eru á færslur þar sem ég tjái mig um heilaþvottinn og hundsháttinn sem lögregluþjónar þurfa að undirgangast til að geta sinnt starfinu eins og til er ætlast svo þetta stingur dálítið í stúf. Halda áfram að lesa

Smá um galdur

Mér leiðist.  Fæ þau skilaboð frá Fésverjum að ég eigi bara að galdra eitthvað jákvætt.

Galdur getur ekki gert neikvætt ástand jákvætt. Hinsvegar er hægt að horfa á neikvæða stöðu með jákvæðu hugarfari, þ.e.a.s. að finna út hvernig maður getur nýtt erfiðleikana þannig að niðurstaðan verði jákvæð eða glímt við þá á jákvæðan hátt. Þar geta galdrar vissulega hjálpað en fyrsta skrefið er nú bara að brúka það sem maður hefur á milli eyrnanna. Halda áfram að lesa