Nú er ég endanlega hætt að botna í Svandísi.
Hurru annars, býr nokkur svo vel að geta lánað mér hvít frystihúsastígvél nr 38 eða stærri eina kvöldstund?
Nú er ég endanlega hætt að botna í Svandísi.
Hurru annars, býr nokkur svo vel að geta lánað mér hvít frystihúsastígvél nr 38 eða stærri eina kvöldstund?
Ákalla þá alla saman og jólasveininn líka.
Ég vona að eitthvað mikið fari úrskeiðis og að Landsvirkjun fari á hausinn. Ég ætla að fremja opinbera galdraathöfn á Austurvelli næsta föstudagskvöld til að svo megi verða.
Hvenær tilheyrir atburður eða persóna fortíðinni?
Ég held að ég sé að fá kvíðakast.
Við Anna sáum Ást í Borgarleikhúsinu í gærkvöld. Það var gaman. Ég var sátt við leikinn, fannst leikmyndin æðisleg og verkið er skemmtilegt. Það er einhver Hugleikskeimur af því (Hugleiks leikfélagsins en ekki Dagssonar) sem gæti nú svosem skýrst af aldri höfunda, og ég fullyrði að fáum í salnum leiddist.
Reyndar þarf lítið til að gleðja mig í leikhúsi og ég býst við að harðari gagnrýnendur en ég gætu fundið stórkostlega galla á þessari uppfærslu. Ég hef heyrt fegurri söng og myndi ekki borga mig inn tvisvar en sýningin er alveg föstudagskvöldstundar virði.
-Áttu tarotspil?
-Jájá, margar gerðir. Þessi er t.d. vinsæl.
-Ég átti þessi spil en það kom allt fram sem þau sögðu svo ég varð hrædd og losaði mig við þau. Halda áfram að lesa
Birta: Óðinn, Satan, Gvuð, ég vissi ekki að við hefðum smekk fyrir þetta.
Eva: Kannski höfum við bara aldrei gefið því séns. Eða kannski er það hann. Eða kannski er ég bara svona ástfangin.
Birta: Bííííbíííbíbíbí… róleg á væmninni góða.
Eva: Þetta er ekki væmni.
Birta: Ok ekki ennþá kannski en það er samt alveg óþarfi að klístra kandýflossi í röddina og þú ert alveg að fara að segja eitthvað sætt upphátt.
Eva: Þú vilt kannski taka við og segja eitthvað gáfulegt?
Birta: Neinei, segðu bara eitthvað væmið en vertu þá ekki hissa þótt hann kalli þig kjútípæ eða eitthvað álíka. Kannski þessu sem byrjar á d.
Eva: Engin hætta, hann er búinn að lofa að segja ekki d-orðið.
Sápuóperan mælir með:
-Villibráðarhlaðborðinu í Perlunni.
-Einstöku púrtvíni.
-Creme Brulay.
-Félagsskap myndarlegs og skemmtilegs karlmanns sem kemur fram við þig eins og drottningu og getur haldið uppi áhugaverðum samræðum í marga klukkutíma, jafnvel þótt þið eigið engin sameiginleg áhugamál.
-Að reikna með möguleikanum á því að réttur sem ekki bragast vel hjá einum kokki, geti heppnast betur hjá þeim næsta.
-Að prófa allt sem er í boði, allavega einu sinni.
-Að sofna út frá Hendel, í fanginu á manni sem getur látið þér líða eins og gyðju þegar þú ert bæði grenjandi og á túr.
-Að vakna hjá manni sem finnst þú falleg með morgunhrukkur og úfið hár.
-Að reikna með möguleikanum á því sem er eiginlega of gott til að vera satt.
Vel að merkja; kjólar, kápur, peysur, nærföt, varalitur, skór: rautt virkar.
Mér finnst Hilmir Snær afskaplega kynþokkafullur karlmaður. Samt sem áður kemur þessi „frétt“ mér á óvart og það kemur mér enn meira á óvart að hún skuli koma mér á óvart. Ég hef hingað til talið sjálfa mig hina mestu dindilhosu, hef séð allar þessar myndir en ef ég hefði verið spurð að því fyrir 20 mínútum hvort ég hefði séð dindilinn á Hilmi Snæ á hvíta tjaldinu, hefði ég svarað nei. Í fullri alvöru, ég bara get ekki rifjað upp þessar meintu typpasenur. Hversvegna ætli það sé? Mér detta í hug eftirfarandi skýringar: Halda áfram að lesa
Andúð? Nei það var engin andúð. Bara þessi botnlausi helvítis sársauki. Hvað gengur fólki eiginlega til þegar það lýgur að manneskju sem ræður við nánast allt annað en það að vita ekki hvar hún hefur sína nánustu? Mér þætti gaman að vita það en þegar allt kemur til alls þarf ég ekkert að skilja það. Enda mannsskepnan ekki skiljanleg hvort sem er. Halda áfram að lesa
Vinur hans hringdi. Ég held að samtalið hafi snúist um bíla og annað strákadót en þótt ég sæti í sama herbergi gæti ég ekki fyrir mitt litla líf rifjað það upp. Það eina sem fangaði athygli mína var þessi stutti bútur:
Halda áfram að lesa
Þegar maður hættir að hafa áhyggjur af því að hlutirnir gerist annaðhvort of hratt eða of hægt, gerist allt á hæfilegum hraða.
Ég hef aldrei séð þyrlu í návígi áður. Hvað þá stjórnbúnaðinn. Þetta eru varla færri en 60 takkar og mælar. Ég þorna upp í kokinu bara af því að horfa á þá. Trúi ekki því sem ég veit, að þessir hrærivélarspaðar geti lyft svona stóru tæki upp í háloftin. Eðlisfræðin er mun ótrúverðugri en galdur. Halda áfram að lesa
-Ég man sjaldan drauma en mig dreymdi mús í nótt, sagði hann. Ég fékk snöggan sting í hjartað, slíkur draumur hlaut að hafa merkingu en hún gat verið tvíræð.
-Varstu hræddur við hana? spurði ég.
-Nei, alls ekki. Hún var lítil og sæt og kúrði í hreiðri, sagði hann. Halda áfram að lesa
Í fyrradag reiknaði ég fastlega með að vera orðin geðdeildarmatur um helgina. Í dag er allt í lagi. Samt er ég ekkert „hætt þessari vitleysu“ og búin að finna mér fallegan fávita til að sódómast með. Það er alveg með ólíkindum hvað manni gengur miklu betur að glíma við geðbólgur ef maður á kærasta sem hegðar sér ekki eins og fáviti. Halda áfram að lesa
-Geturðu talað við dáið fólk? spurði stúlkan áhugasöm.
-Ég nenni nú ekki einu sinni að tala við lifandi fólk. Af hverju ætti ég að vilja tala við þá sem eru dánir? sagði ég.
-Bara til að gá hvað þeir segja, sagði hún. Halda áfram að lesa
Grýlan er brostin á fyrir alvöru. Svefntruflanir, flökurleiki, máttleysi, magaverkir, vöðvabólga, sinadráttur og nætursviti. Ég naga neglurnar, þamba mjólk, verður ekkert úr verki, forðast óþægileg viðfangsefni, fæ skjálftaköst í hvert sinn sem síminn hringir. Ef þetta versnar verð ég lögst í grátköst um helgina. Halda áfram að lesa
Um daginn varð mér það á að missa út úr mér nokkuð sem ég gerði mér enga grein fyrir að hljómaði sem töfraþula í eyrum sonar míns. „Pegasus á svona bíl“, þannig hljómar hið heilaga orð. Hann hefur hreinlega ekki látið mig í friði síðan.
-Fokk nei, ég trúi þér ekki!
-Ertu viss um að hann eigi hana sjálfur?
-Er hún ekta? Ertu viss um að það sé ekki bara eitthvað drasl með svipað útlit?
-Er ryð í henni?
-Er hann með hana í almennilegum bílskúr? Halda áfram að lesa
Frumkvöðlakonur spila ekki endilega eftir reglunum eins og sannaðist í morðgátuferðinni um helgina. Lögfræðingurinn var orðinn fremur ráðvilltur á svip þegar hann sat óvænt uppi með lík, sem engan veginn passaði inn í söguþráðinn og einn þátttakenda lá eins og ormur á gulli á hlut sem gegndi stóru hlutverki í lausn gátunnar. Halda áfram að lesa
-Bíddu. Það er hvasst, ég skal halda hurðinni, sagði hann og snaraðist út úr bílnum.
-Eða móðgastu nokkuð þótt ég opni fyrir þig og svoleiðis? spurði hann svo en virtist ekki hafa sérstakar áhyggjur af því. Meira svona eins og hann væri að spyrja fyrir kurteisis sakir. Halda áfram að lesa
Ógnvaldur grunnildanna fær að vera hér áfram.
Ég þarf að fara að æfa mig í kranaklifri.
Æ, bróðir minn litli.
Heldurðu virkilega að ég viti ekki að þú ert að fylgjast með mér?
Þú sem veist hvað ég er logandi hrædd við stóra bróður, hélstu í alvöru að ég tæki eftir neinu óvenjulegu? Eða að ég fyndi ekki einhvern klárari en þig sem fengi botn í málið fyrir mig? Ég verð að viðurkenna að ég er ofurlítið impóneruð yfir því að þú skulir fara svona að, það hlýtur að hafa kostað nokkra fyrirhöfn en sjálfs þín vegna ættirðu samt að ganga inn um aðaldyrnar næst.
Ég veit hvað þú ert að hugsa og það er rökrétt, því eins og ég hef áður sagt þér eru hlutirnir oftast nákvæmlega eins og þeir líta út fyrir að vera. Málið er að sálarlíf fólks er bara ekki alltaf rökrétt og þú verður að horfa á heildarmyndina ef þú ætlar að fá rétta niðurstöðu.
Ég er ekkert búin að yfirgefa þig yndið mitt. Ég þurfti bara nokkurra vikna frið til að sætta mig við það sem ég þoli ekki.