Bliss

Birta: Óðinn, Satan, Gvuð, ég vissi ekki að við hefðum smekk fyrir þetta.

Eva: Kannski höfum við bara aldrei gefið því séns. Eða kannski er það hann. Eða kannski er ég bara svona ástfangin.
Birta: Bííííbíííbíbíbí… róleg á væmninni góða.
Eva: Þetta er ekki væmni.
Birta: Ok ekki ennþá kannski en það er samt alveg óþarfi að klístra kandýflossi í röddina og þú ert alveg að fara að segja eitthvað sætt upphátt.
Eva: Þú vilt kannski taka við og segja eitthvað gáfulegt?
Birta: Neinei, segðu bara eitthvað væmið en vertu þá ekki hissa þótt hann kalli þig kjútípæ eða eitthvað álíka. Kannski þessu sem byrjar á d.
Eva: Engin hætta, hann er búinn að lofa að segja ekki d-orðið.

Sápuóperan mælir með:
-Villibráðarhlaðborðinu í Perlunni.
-Einstöku púrtvíni.
-Creme Brulay.
-Félagsskap myndarlegs og skemmtilegs karlmanns sem kemur fram við þig eins og drottningu og getur haldið uppi áhugaverðum samræðum í marga klukkutíma, jafnvel þótt þið eigið engin sameiginleg áhugamál.
-Að reikna með möguleikanum á því að réttur sem ekki bragast vel hjá einum kokki, geti heppnast betur hjá þeim næsta.
-Að prófa allt sem er í boði, allavega einu sinni.
-Að sofna út frá Hendel, í fanginu á manni sem getur látið þér líða eins og gyðju þegar þú ert bæði grenjandi og á túr.
-Að vakna hjá manni sem finnst þú falleg með morgunhrukkur og úfið hár.
-Að reikna með möguleikanum á því sem er eiginlega of gott til að vera satt.

Vel að merkja; kjólar, kápur, peysur, nærföt, varalitur, skór: rautt virkar.

One thought on “Bliss

  1. ———————————————-
    ég er að upplifa aukna tiltrú á loðnara kynið..

    Posted by: baun | 2.11.2007 | 17:48:56

    —   —   —

    Dúlla eða darling?

    Posted by: Kristín | 2.11.2007 | 18:28:24

    —   —  —

    Mér finnst þú vera heppin 🙂

    Posted by: Anonymous | 2.11.2007 | 18:46:51

Lokað er á athugasemdir.