-Það er ekki skynsamlegt hjá okkur að hittast svona oft og það er ekki á stefnuskránni hjá mér að vera hjákona, ekki heldur platónsk hjákona sagði ég.
-Þú getur nú varla litið á þig sem hjákonu ef þú berð engar tilfinningar til mín, sagði hann.
-Ég hef ekki sagt að ég beri engar tilfinningar til þín. Bara ekki þær sem þú vilt og þessvegna væri ekkert vit í því að láta þetta ganga lengra og þú veist það alveg. Halda áfram að lesa