Eina krafan

-Það er ekki skynsamlegt hjá okkur að hittast svona oft og það er ekki á stefnuskránni hjá mér að vera hjákona, ekki heldur platónsk hjákona sagði ég.

-Þú getur nú varla litið á þig sem hjákonu ef þú berð engar tilfinningar til mín, sagði hann.
-Ég hef ekki sagt að ég beri engar tilfinningar til þín. Bara ekki þær sem þú vilt og þessvegna væri ekkert vit í því að láta þetta ganga lengra og þú veist það alveg. Halda áfram að lesa

Mission accomplished

Ég á fyrir stóru greiðslunni um mánaðamótin. Hjúkket. Þetta hefði náttúrulega alltaf reddast, í versta falli hefði ég fengið yfirdráttarheimilid en það hefði bara verið svo mikill ósigur, fyrir nú utan það að greiðslubyrðin er þegar hærri en ég hef smekk fyrir auk þess sem ég er búin að nota kortið mitt miklu meira en ég ætlaði. Fékk nett spennufall í dag þegar ég fékk síðasta reikning greiddan og sá fram á að þurfa ekki að biðja um heimild. Féll saman og grenjaði og hvað eina.

Ég er að vona að þessi óskýranlega þreyta sem hefur hrjáð mig síðustu 2 vikurnar sé bara kvíðaviðbrögð og ég vakni í eðlilegu ástandi á morgun.

Urrrg

Ef Gvöð er til þá er hann að reyna að segja mér eitthvað. Eitthvað í þá veruna að allt sem geti farið úrskeiðis muni fara úrskeiðis og að um leið og allt sé farið úrskeiðis, komi einhver karlmaður og komi því ískeiðis aftur.

Uppfinningamaðurinn er hér með útnefndur hetja dagsins.

Ókídókí Gvöð, ég er búin að ná þessu; can´t live without them. Greyið mitt láttu mig nú í friði.

Rafmagnskallinn

Haldiði að rafmagnskallinn hafi ekki bara komið einmitt þegar ég var að birta síðustu færslu. Þetta er greinilega galdrablogg. Hann aftengdi útiljósin og þar með fékk ég rafmagn í íbúðina innanverða. Hann ætlar svo að koma og laga þetta almennilega einhvern næstu daga. Mikill öðlingur, hefði áreiðanlega komið með mér til Bosníu ef ég hefði krafist þess. Eða allavega til Tálknafjarðar. (Einu sinni hélt ég að Tálknafjörður héti eftir fisktálknum en það er önnur saga.) Halda áfram að lesa

Rafvirkjar

Hvað er þetta eiginlega með rafvirkja? Það er eitthvað að rafmagninu hjá mér, slær út ef ég reyni að kveikja ljós eða setja eitthvert tæki í samband í eldhúsinu eða stofunni. Frekar óþægilegt að geta ekki eldað, lagað kaffi, notað sjónvarpið, tölvuna eða kæliskápinn nema með því að tengja framlengingarsnúru inn á bað. Ég er búin að hafa samband við tvo rafvirkja og biðja um aðstoð en þeir láta báðir eins og ég sé að heimta að þeir yfirgefi fjölskylduna til að eyða páskunum með mér á einhverjum ömurlegum stað eins og t.d. Bosínu eða Tálknafirði. Halda áfram að lesa