Mission accomplished

Ég á fyrir stóru greiðslunni um mánaðamótin. Hjúkket. Þetta hefði náttúrulega alltaf reddast, í versta falli hefði ég fengið yfirdráttarheimilid en það hefði bara verið svo mikill ósigur, fyrir nú utan það að greiðslubyrðin er þegar hærri en ég hef smekk fyrir auk þess sem ég er búin að nota kortið mitt miklu meira en ég ætlaði. Fékk nett spennufall í dag þegar ég fékk síðasta reikning greiddan og sá fram á að þurfa ekki að biðja um heimild. Féll saman og grenjaði og hvað eina.

Ég er að vona að þessi óskýranlega þreyta sem hefur hrjáð mig síðustu 2 vikurnar sé bara kvíðaviðbrögð og ég vakni í eðlilegu ástandi á morgun.

Best er að deila með því að afrita slóðina