Þoka

Þoka. Næstum hægt að villast í vesturbænum. Söngla með disknum:

Minn fót og hönd þú hlekkja mátt
og hafa mig að þræli …

-Áttu þokustað? spyr Ljúflingur.
-Já. Háskólatröppurnar, segi ég.
-Farðu með mig þangað. Farðu þangað með sálina mína.

Ég fer hann upp að aðalbyggingu Háskólans og sálin úr honum sest hjá mér á tröppurnar. Höldumst í hendur. Þokan svo þykk að við rétt sjáum móta fyrir Sæmundi og selnum.

Lagið hangir ennþá í loftinu.

-Hver var hún?
-Hver?
-Þessi Barbara?
-Hún var fallbyssa, segi ég, Barbara Reiley var fallbyssa.

Og veit ekki alveg hvort ég er fremur að hverfa í þoku eða púðurreyk.

Best er að deila með því að afrita slóðina