Rafvirkjar

Hvað er þetta eiginlega með rafvirkja? Það er eitthvað að rafmagninu hjá mér, slær út ef ég reyni að kveikja ljós eða setja eitthvert tæki í samband í eldhúsinu eða stofunni. Frekar óþægilegt að geta ekki eldað, lagað kaffi, notað sjónvarpið, tölvuna eða kæliskápinn nema með því að tengja framlengingarsnúru inn á bað. Ég er búin að hafa samband við tvo rafvirkja og biðja um aðstoð en þeir láta báðir eins og ég sé að heimta að þeir yfirgefi fjölskylduna til að eyða páskunum með mér á einhverjum ömurlegum stað eins og t.d. Bosínu eða Tálknafirði.

Ég ætlaði með Pólínu og krökkunum mínum í Bláa lónið efti vinnu en fyrri rafvirkinn sem ég talaði við ætlaði að koma kl. 5 svo ég tilkynnti frestun. Hann hringdi 10 mín í 5 og sagðist ekki hafa tök á að taka þetta að sér. Ég hringdi í annan og eftir að hafa gert mér ljóst að það væri nú reyndar mjög erfitt og engan veginn sanngjarnt að fara fram á að hans fyritæki væri að vasast í rafmagni, sagðist hann ætla að hringja þegar „strákarnir“ kæmu inn ef það væri þá nokkur séns að einhver gæti skotist til mín.

Best er að deila með því að afrita slóðina