Að mega ekki afþakka launahækkun

Þann 29. október 2016 voru Alþingiskosningar haldnar á Íslandi. Á meðan landsmenn stóðu í kjörklefunum ákvað Kjararáð að hækka laun alþingismanna um næstum 45%. Þetta var þriðja launahækkunin sem þessi hópur fékk á 12 mánaða tímabili. Ráðherrar voru ekki skildir útundan og urðu heildarlaun þeirra um 2 milljónir á mánuði eftir hækkunina. Halda áfram að lesa

Share to Facebook

Boris okkar – eða einn úr hjörðinni?

Boris Johnson er veikur. Það snertir okkur – ekki af því að hann sé svo mikilvægur maður heldur af því að við vitum hver hann er. Hann er ekki bara einn af þessum 55.000 Bretum sem hafa greinst með kórónusmit. Ekki bara einn af þessum 1600 Bretum sem liggja á gjörgæslu vegna veirunnar. Ekki bara einn þeirra sem gætu bæst í hóp þeirra 6000 Breta sem hafa dáið á síðustu vikum, eftir að hafa kvatt ástvini sína í gegnum Skype. Ekki bara einn úr hjörðinni heldur manneskja með nafn og andlit. Halda áfram að lesa

Share to Facebook

Fjölmiðlafrelsi á tímum kórónunar

Munið þið þegar öryggisleit var hert á flugvöllum og víða um heim sett lög sem heimiluðu stjórnvöldum ýmis inngrip í friðhelgi borgaanna í kjölfar árásanna á tvíburaturnana og Pentagon haustið 2001? Eftir öll þessi ár hefur ekkert verið slakað á öryggiskröfum á flugvöllum. Ráðstafanir sem eru réttlættar með „fordæmalausum tímum“ hafa tilhneigingu til að verða varanlegar. Halda áfram að lesa

Share to Facebook

Mótefnamæling að hefjast – ÍE hefur pantað búnað

Fram hefur komið í fréttum að skimun Íslenskrar erfðagreiningar á slembiúrtökum bendi til þess að um eða undir 0,5% landsmanna sé með virkt kórunusmit. Enn er verið að vinna úr gögnum og er frekari frétta von eftir helgi. Halda áfram að lesa

Share to Facebook

Hlýðið Víði – ef ykkur skortir skynsemi til að virða smitvarnir af sjálfsdáðum

Ég hlýði Víði – Rímleikur er nú orðinn að slagorði og framleiðsla á bolum hafin. Lógóið er afhjúpandi fyrir fávitalegt skeytingarleysið um alvöruna að baki krúttlegu slagorði – mynd sem í senn vísar til vinsælla teiknimyndafígúra, kórónu, lögreglustjörnunnar og hins alsjáandi auga eftirlitssamfélagsins. Þetta er snilldarleg hönnun – hvort sem hönnuðurinn gerir sér grein fyrir því eða ekki.

Halda áfram að lesa

Share to Facebook

Stokkhólmsheilkennið hið nýja

Seint hefði mig grunað að Svíar yrðu helstu níðingar krúnustríðsins. En veruleikinn blasir við, það er yfirlýst stefna stjórnvalda að beita lágmarks varúðarráðstöfunum og stefnt er að því að í lok apríl verði búið að sýkja helming þjóðarinnar. Halda áfram að lesa

Share to Facebook

Neyðarástand er kjörlendi fasisma

Þegar ógn steðjar að samfélögum reiðir almenningur sig á leiðtoga.
Við stöndum frammi fyrir því núna að vegna krúnuveikinnar hefur frelsi okkar verið skert og það skynsamlegasta sem við getum gert er að sætta okkur við samkomubann og fyrirmæli um sóttkví á meðan ógnin er fyrir hendi. En gleymum því ekki að um leið og við gefum eftir hluta af frelsi okkar og réttindum er lýðræðinu líka hætta búin.
Halda áfram að lesa

Share to Facebook

Er Ísland að fara sömu leið og Suður-Kórea?

Þegar Alþjóðaheilbrigðsmálastofnunin lýsti yfir neyðarástandi vegna kórónufaraldurs í Kína voru fyrstu viðbrögð íslenskra sérfræðinga þau að þessi yfirlýsing væri nú bara svona samstöðuaðgerð og að þetta væri ekkert skæðari farsótt en hver önnur flensa. Þann 26. febrúar, þegar krúnusmit hafði verið staðfest á Íslandi, taldi sóttvarnalæknir líklegt, í ljósi þróunarinnar í Kína, að 300 smit myndu greinast á Íslandi og um 10 manns láta lífið. Halda áfram að lesa

Share to Facebook

Ísland best í heimi – líka í sóttvörnum

„Allir þeir sem hafa komið að utan og við höfum greint með sýkingu eru íslenskir ferðamenn.“ Þetta var haft eftir sóttvarnarlækni í fjölmiðlum fyrir viku. Ekki fylgir sögunni hversu margir erlendir ferðamenn höfðu verið prófaðir. Daginn eftir lést erlendur ferðamaður af völdum veirunnar og konan hans greindist einnig með kórónu og var sett í einangrun. Samkvæmt erlendum fréttum var hinn látni 36 ára. Ekki hef ég orðið þess vör að blaðamenn spyrðu sóttvarnarlækni út í það hvort til stæði að skima fyrir veirunni hjá fleiri ferðamönnum. Halda áfram að lesa

Share to Facebook

Vandamálið er ekki skortur á trausti

Forsætisráðherra skipaði nefnd til að finna út hvernig auka mætti traust almennings á stjórnmálum. Af því að engum datt í hug að heppileg leið til þess væri að sú að standa við orð sín, segja satt, hafa upplýsingar aðgengilegar og axla ábyrgð. Ekki fer neinum sögum af því hvað gert var við tillögur starfshópsins, sem komst að einkar fyrirsjáanlegum niðurstöðum. Halda áfram að lesa

Share to Facebook