Að sögn aðstandenda undirskriftasöfnunar er talið að trénu sem talað er um í kynningartextanum hafi verið plantað árið 1908, það sé því friðað samkvæmt byggingarreglugerð. Halda áfram að lesa →
Íbúar við Grettisgötu standa fyrir undirskriftasöfnun þar sem fyrirhuguðum skipulagsbreytingum við Grettisgötu er mótmælt. Í kynningartexta segir:
Nú á að fella eldgamlan, stóran og tignarlegan silfurreyni sem stendur við Grettisgötu 17 og einnig færa húsið sem þar stendur en það er friðað og mun ólíklega þola að vera fært. Húsið á að færa þannig að það stendur alveg ofan í garðinum að Grettisgötu 13 og skyggir þar með á alla sólarglætu í garðinum.
Ofan á þetta allt á að byggja hótel sem mun teygja sig frá Laugavegi og upp að Grettisgötu með tilheyrandi rútustoppum og óþægindum fyrir alla íbúa í nágrenni við reitinn. Einnig á að gera göngustíg að hótelinu frá Grettisgötu sem liggur alveg ofan í íbúum.
Engin grenndarkynning var gerð áður en teikningar voru samþykktar en skipulagsbreytingarnar voru aðeins auglýstar í Fréttablaðinu og það á Þorláksmessu. Aðeins nýlega fréttum við nágrannarnir af þessu og margir fréttu að þessu fyrst í dag. Þetta skipulag mun auðsjáanlega rýra lífsgæði okkar. Það mætti halda að miðbærinn væri aðeins ætlaður ferðamönnum og peningagræðgi. Einnig mótmælum við því að komið sé svona aftan að fólki og því nánast gert ómögulegt að nýta réttindi sín. Við undirrituð skorum á Reykjavíkurborg að framkvæma hið margumtalaða íbúalýðræði og leyfa þeim sem hér búa að fá að hafa eitthvað um málið að segja.“
Hægt er að undirrita áskorunina hér
Málið vekur ýmsar spurningar um rétt íbúa og friðun húsa og trjáa. Kvennablaðið mun á næstunni leita svara við þeim.
Björgvin E. Vídalín, stjórnarformaður Dögunar í Reykjavík, hyggst á morgun leggja fram kæru til Sýslumannsins í Reykjavík vegna sveitarstjórnakosninga í Reykjavík. Þess er krafist að kosningin verði úrskurðuð ógild og að borgarstjórnarkosningar verði endurteknar.
Fern rök eru færð fyrir því að ógilda skuli kosninguna.
Í fyrsta lagi er krafist ógildingar á þeirri forsendu að oddviti eins framboðanna hafi ekki uppfyllt skilyrði um kjörgengi. Bent er á að málflutningur oddvitans hafi haft ótvíræð áhrif á úrslit kosninganna þar sem framboðið hafi samkvæmt skoðanakönnunum bætt við sig fylgi upp á 8-9 prósentustig eftir að hinn ókjörgengi oddviti fór að beita sér í kosningabaráttu.
Í öðru lagi er bent á að annmarkar á atkvæðatalningu í ráðhúsinu gefi tilefni til að efast um að talning hafi verið laus við mistök eða jafnvel misferli.
Í þriðja lagi dró borgarstjórn of lengi að kjósa yfirkjörstjórn og því telur kærandi ekki hægt að treysta óhlutdrægni hennar.
Í fjórða lagi segir að samkvæmt ákvörðun Hæstaréttar 25. janúar 2011 eigi jafnvel minni háttar gallar að hafa í för með sér ógildingu kosningar, þar með hafi Hæstiréttur sett bindandi fordæmi.
Til vara er þess krafist að kosningin verði ógild á þeirri forsendu að þar sem lögheimilsskráning oddvitans hafi verið ólögleg standist úrskurður yfirkjörstjórnar um kjörgengi hans ekki lög.
Nú hefur einhver stofnað Facebooksíðu undir heitinu Mótmælum Framsókn á Íslandi. Nafn hópsins, opnumyndin og prófílmyndin benda til þess að síðan sé stofnuð í hálfkæringi og ég sé alveg húmorinn í því. Halda áfram að lesa →
Lög um höfundarrétt eru úrelt. Þau eru ekki miðuð við nútímatækni og þau eru ekki miðuð við internetið. Netið gerir það reyndar að verkum að það er full þörf á því að samræma höfundarréttarlög um allan heim.
En lögin ættu ekki bara að þjóna þeim tilgangi að tryggja fólki rétt til heiðursins og tekna af eigin hugverkum, heldur ættu þau líka að vernda hinn almenna borgara gegn bulli á borð við það að handverkskennari sé að kenna börnum hönnunarþjófnað með því að láta þau styðjast við teikningar annarra. Það er fráleit hugmynd að hönnuðurinn verði af tekjum þótt verk hans séu notuð í kennslu. Ég hef ekki tíma til að skrifa um þetta efni í dag svo þessi pistill sem ég birti 2011 verður að duga í bili.
Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti lista Framsóknar og flugvallarvina sagði í beinni útsendingu í Ríkisútvarpinu núna áðan að það hefði ekki verið stefna Framsóknarflokksins að koma í veg fyrir moskubyggingu í Reykjavík, heldur hefði hugmyndin komið upp eftir að borgarbúar hefðu lýst andstöðu sinni við moskuna. Halda áfram að lesa →
Í síðustu pistlum hef ég boðað þá venju að elda ekki meira en þörf er á en þegar maður einu sinni hefur náð góðum tökum á afgangastjórnun er tilvalið fyrir þá tímabundnu að elda meira en á að nota í það skiptið og nota afgangana í annan rétt næsta dag. Ég mæli þó ekki með því fyrir þá sem ennþá líta á afganga sem rusl. Halda áfram að lesa →
Eitt af því sem gerir umræðu um málefni innflytjenda stundum erfiða er pólitískur rétttrúnaður. Annað sem gerir hana erfiða er rasismi. Og þegar tveir hópar kasta þessum hugtökum hvor í annan eins og skít, án þess að velta merkingu þeirra sérstaklega fyrir sér, er lítið á þeirri umræðu að græða. Halda áfram að lesa →