Stærstu mistök Reykvíkinga

66459_10151649286648438_1545015980_nÍ upphafi 19. aldar var Reykjavík varla meira en þorp.  Þar bjó rjómi þjóðarinnar, athafnamenn og harðduglegt fólk sem byggði upp þessa menningarborg sem Reykjavík er í dag. Meirihluti Íslendinga var þó búsettur úti á landi. Á þeim tíma bjó vinnufólk við vistarband. Það merkti að þeim sem ekki höfðu jörð til umráða var skylt að ráða sig í vist, til árs í senn. Tilgangurinn var bæði að tryggja bændum fast vinnuafl og fátæklingum öryggi. Bændur höfðu framfærsluskyldu gagnvart hjúum sínum en á móti var vinnufólk bundið í vist fram að vinnuhjúaskildaga. Um leið átti vistarbandið að koma í veg fyrir vergang öreiga svo enginn hreppur sæti uppi með annarra sveita ómegð.

Halda áfram að lesa

Þessvegna voru Króatarnir sendir burt

Átta milljónir kostaði að senda Króatana aftur „heim“.  Eftir nokkrar vikur fær Króatía aðild að Evrópusambandinu og þá geta þeir komið aftur ef þeim sýnist svo. Því er von að fólk spyrji hver tilgangurinn sé með því að borga undir þá flug „heim“.

Tilgangurinn er sá að senda skilaboð. Skilaboð sem í senn eru ætluð þeim sem sendir voru burt, öðrum sem vilja fara frá Króatíu og íslensku þjóðinni. Skilaboðin eru þessi:

Við viljum ekki svona rusl. Við viljum frekar borga fyrir að koma þessu liði í skilning um að við Íslendingar erum merkilegri en þau. Við viljum frekar leggja út smápening núna en hætta á að þau telji sjálfum sér trú um að á Íslandi verði litið á þau sem manneskjur.

Einnig birt hér

Kartöfluhýði Brynjars Níelssonar

Sama dag og skýrsla starfshóps um Guðmundar- og Geirfinnsmál kemur út, taka menn til við að dreifa tveggja ára gamalli grein Brynjars Níelssonar um Guðmundar- og Geirfinnsmálin á netinu. Grein sem virðist eiga að vera einhverskonar varnarskjal fyrir lögreglu og dómstóla. Bendir hann á nokkrar staðreyndir sem lágu til grundvallar dómum yfir sakborningum í þessum málum auk þess sem hann fullyrðir: Halda áfram að lesa

Frumvarp til útlendingalaga verður að fara í gegn – gestapistill frá No Borders

Þann 13. febrúar sl bárust fréttir af því að hersveitir Nató hefðu drepið 10 óbreytta borgara í Afghanistan, þar af 5 börn. Núna í síðustu viku féllu svo tvö smábörn sem voru álitin hryðjuverkamenn. Halda áfram að lesa

Þarf ríkissaksóknari að sæta ábyrgð?

Árlega fær lögreglan 175 hleranaheimildir. Það merkir ný hlerunarheimild næstum því annan hvern dag. Heimildir hafa gilt í allt að 110 daga. Hversu lengi ætli hleranaheimildir gildi að meðaltali? Hversu margir hlerunardagar eru þetta samanlagt? Halda áfram að lesa