Eððú sért ekki með okkars í liði…

Lýðræði, eins og það er ástundað í okkar samfélagi, merkir að fjöldinn felur stjórnmálaflokkum að setja lög. Lögin eru svo mótuð eftir hagsmunum flokkseigenda sem einnig hafa umtalsverð áhrif á það hverjir veljast í valdastöður.  Mikið lifa þeir í litlum og þröngum heimi sem álíta að hver sá sem ekki er hrifinn af þessu fyrirkomulagi vilji endilega koma á marxisma. Ég þekki persónulega einn mann sem hefur áhuga á að koma á samfélagi sem mótað er eftir marxískri fyrirmynd. Einn. Og vinir hans hía á hann. Halda áfram að lesa

Ég fæ aðgang að Búsóskýrslunni

Úrskurðarnefnd um upplýsingamál er loksins komin að niðurstöðu um það hvort lögga sé stætt á að synja mér um aðgang að Búsóskýrslunni.

Í kærum mínum (þá fyrstu sendi ég inn 17. október) er skýrt tekið fram að ég sé ekki að biðja um aðgang að persónuupplýsingum enda eiga þær að fara leynt. Nefndin fellst á þau rök mín að skýrslan sé ekki vinnuskjal eins og lögreglustjóri heldur fram. Halda áfram að lesa

Ótrúverðug mistök

Almennur borgari stendur fyrir undirskriftasöfnun sem stjórnvöldum líkar stórilla. Hann er boðaður á fund ráðherra en fundarboðið einnig sent á yfirmann hans. Þetta þykir að vonum undarlegt uppátæki og menn velta fyrir sér tilgangnum. Aðstoðarmaður ráðherra sendir frá sér yfirlýsingu um að bréfið hafi verið sent yfirmanninum fyrir mistök og biðst afsökunar á óvönduðum vinnubrögðum. Og telja nú margir að þar með sé málið úr sögunni, eins og oftast þegar fólk gerir smávægileg mistök sem ekki hafa neinar afleiðingar og biðst innilega afsökunar á þeim. Halda áfram að lesa

Forsætisráðherra verndar kúgaða og þjáða

Forsætisráðherra telur þjóðaratkvæðagreiðslur ekkert rosalega lýðræðislegar nema þegar hann stendur fyrir þeim sjálfur. Í fyrirspurnatíma á Alþingi í morgun lýsti hann þeirri skoðun sinni að ekki væri rétt að miða við að 10% kjósenda gætu krafist þjóðaratkvæðagreiðslu, það hlutfall væri of lágt. Halda áfram að lesa

Öll þessi litbrigði grámans

Síðasta haust ætlaði ég að kaupa mér nýjan kjól fyrir veturinn. Það var reyndar ekki nóg fyrir mig að fá nýjan kjól, ég vildi hlýjan vetrarkjól með löngum ermum.  Ég fór í margar búðir en satt að segja mátaði ég ekki marga kjóla. Ekki af því að það væri neinn skortur á kjólum, heldur af því að hlýju kjólarnir voru allir gráir og grár er bara ekki minn litur. Halda áfram að lesa