Árni Páll eftir 5 vikur undir feldi

Árni Páll Árnason hefur nú  legið undir feldi í fimm vikur og reynt að botna í því hversvegna í ósköpunum Samfylkingin beið afhroð í kosningunum.  Niðurstöðurnar eru eftirfarandi:

  1. Kjósendum finnst ekki gaman að vera að kikna undan skuldaklafanum og fatta bara ekki hvað Samfó hefur náð miklum árangri í efnahagsmálum.
  2. Samfó gleymdi að tala við fólkið og áttaði sig því ekki á því að kjósendur fíla ekki fjárhagsvandamál.
  3. Kjósendur héldu að Samfó hefði brugðist í Icesave málinu  og fatta ekki að þótt leiðir Samfó séu órannsakanlegar er samt stórkostlegur tilgangur með öllu hennar klúðri.
  4. Kjósendur fengu einhvernveginn þá flugu í höfuðið að Samfylkingin hefði  verið í varðstöðu fyrir fjármálastofnanir og kusu því frekar flokka sem myndu aldrei gera svoleiðis.
  5. Þar sem kjósendur töldu Samfó ganga erinda fjármálastofnana drógu þeir þá ályktun að Samfylkingin væri orðin of vinstri sinnuð.
  6. Kjósendur félagshyggjustjórnarinnar eru í raun hægri sinnaðir en fatta ekki að Samfó er samt alveg til í að vera hægri flokkur bara ef það getur komið henni til valda.

 

Ekki virðist hafa hvarflað að Árna Páli að meðferð Samfylkingarinnar á stjórnarskrármálinu hafi haft áhrif á fylgi flokksins; að minnsta kosti hef ég ekki séð neinar fréttir af því að hann hafi nefnt stjórnarskrána einu orði.

 

 

 

Einnig birt hér

Share to Facebook