Því miður, þú býrð í útlöndum svo þér kemur þetta ekki við

Mig langaði til þess að mæla með tilteknu framboði en komst þá að því að þar sem ég á lögheimili erlendis má ég ekki skrifa undir meðmælalista.

Ég þekki þess líka dæmi að fólk sem er búsett erlendis hefur mætt á kjörstað og áttað sig þá á því að það er dottið út af kjörskrá vegna þess að það hefur búið svo lengi erlendis. Nú er hægt að kæra sig inn á kjörskrá aftur svo það er í raun enginn augljós tilgangur með því að taka fólk út af kjörskrá. Þetta hefur bara meiri skriffinnsku í för með sér.

Hvaða rök eru annars fyrir því að svipta íslenska ríkisborgara borgaralegum réttindum sínum ef þeir flytja til útlanda? Ef rökin eru þau að fólk sem ekki býr á landinu eigi ekki að hafa sömu tækifæri til áhrifa, væri þá ekki eðlilegast að svipta fólk ríkisborgararétti ef það flytur?

Auto diss

Þann 29. janúar sendi ég fyrirspurn til Menntamálaráðuneytisins. Ég fékk svar strax daginn eftir. Ekki svar við fyrirspurninni enda átti ég alls ekki von á henni yrði svarað alveg strax heldur bara staðfestingu á því að póstur hefði verið móttekinn. Það er kurteisi sem allar opinberar stofnanir ættu að viðhafa en tíðkast því miður ekki allsstaðar. Halda áfram að lesa

Já en ÉG hef aldrei verið siðlaus

Fyrir hrun fengu umræður um spillingu á Íslandi lítinn hljómgrunn nema meðal róttækra vinstri manna. Spillingin var í Afríku. Eða allavega ekki hjá okkars.

Jú kannski svona ponkulítill heimóttarháttur, eins að hafa ekki hugsun á því að smáræði til einkaneyslu mætti ekki fljóta með á bensínnótu sem tilheyrði starfinu; engar alvöru upphæðir bara smá klink, sem bíttaði ekki baun. Varla spilling, bara fyndið að nokkur gerði sig sekan um svona aulagang. Eða hlunnindataka sem skaðaði engan, eins og að misnota aðstöðu sína til að birgja sig upp af ódýru áfengi. Jú og kannski smá klíkuskapur eins og að fá dómarastöðu af því að maður á ekki að gjalda þess að eiga merkilegan pabba. Kannski fullbíræfið að láta ráðuneyti borga afmælisveislu… Halda áfram að lesa

Þegar þögnin jafngildir neitun

Það má endalaust deila um það hvort kosningaþátttaka sé nógu góð og hvernig túlka beri þá ákvörðun að sitja heima en mér finnst ósanngjarnt að afgreiða þá ákvörðun með heimsku og/eða áhugaleysi. Fólk getur séð það sem pólitíska ákvörðun að taka ekki þátt í kosningum eða þjóðaratkvæðagreiðslu. Einn vinur minn sem mætti ekki á kjörstað orðaði ákvörðun sína þannig: Halda áfram að lesa

Að kjósa í útlöndum

Allt útlit er fyrir að ný stjórnarskrá verði grundvölluð á tillögum Stjórnlagaráðs. Með gerð þessarar tillögu var stigið mikilvægt skerf í átt til þátttökulýðræðis. Fordæmi hefur verið sett og rökrétt framhald er að almennir borgarar taki beinan þátt í því að móta lagafrumvörp um stór mál og að fleiri mál verði borin undir almenna borgara. Halda áfram að lesa