Ef einstaklingur er ekki nægjanlega þroskaður til að vera sjálfráða, hefur hann þá til að bera nægjanlegan þroska til að kjósa?“
Í fyrsta lagi er margt 16 ára fólk fullkomlega fært um að ráða sínum málum sjálft og gerir það í raun, í fullri sátt við foreldra sem hafa ekki ástæðu til að vantreysta unglingnum sínum. Lögin voru ekki sett til að hindra málfrelsi unglinga heldur verndar þeim hópi sem er ekki ekki fær um að stjórna lífi sínu hjálparlaust og eins til að auka réttindi ungs fólks til verndar og framfærslu (enda normið í dag að fólk ljúki framhaldsskóla).
Fjölmargir einstaklingar sem ekki hafa þroska til að sjá um sig sjálfir hafa kosningarétt nú þegar. T.d. þroskaheftir og gamalmenni með minnisglöp. Aldurinn segir ekki allt. Eins má benda á að fólk er talið fært um gangast undir athöfn sem felur í sér formlega yfirlýsingu um lífsafstöðu þess um aldir alda aðeins 14 ára og skýtur því skökku við að sama fólki sé ekki treyst til að segja til um hvaða stefnu það vilji láta reyna á fyrir eitt smáríki til aðeins fjögurra ára.
Ég hygg nú líka að ef meðalmaður á fertugsaldri tæki próf í þekkingu sinni á þeim málum sem kosningar snúast um, yrði útkoman sú að hann væri gjörsamlega vanhæfur til þess að nýta atkvæðið sitt.
Þeir sem stíga fram og óska eftir auknum réttindum fyrir minnihlutahópa hafa oftar en ekki einhverra hagsmuna að gæta. Það gerir málstaðinn ekki rangan. Með sömu rökum og þú berð á borð mætti segja að öfgafullir hægrimenn vilji fyrir alla muni þagga niður í æsku landsins og koma í veg fyrir að fólk með fersk sjónarmið fái tækifæri til að kjósa vegna þess að þannig lækki hlutfall þeirra sem vilja fleiri stríð, meiri stóriðju og stærra bil milli ríkra og fátækra.
Mér þætti gott mál ef ungt og þroskað fólk (það eru nenfilega bráðgerir, upplýstir og hugsandi unglingar sem hafa áhuga á pólitík en ekki þeir óþroskuðu) fengi tækifæri til að hafa áhrif á stjórnmál. Hér er nefnilega enginn vinstri flokkur, hvað þá öfgafullur, heldur eingöngu miðjumoðarar. Vinstri grænir komast kannski næst því að geta talist á vinstri vængnum en það sem þeir leggja megináherslu á eru umhverfisstefna og andúð á hernaðarbrölti. Við erum auðvitað í vondum málum ef nokkrir óþroskaðir unglingar taka undir slíkt ábyrgðarleysi.