Verður kartöflurækt einokuð?

Í gær benti ég á þvæluna í þeim sem flokka hvern þann sem marxista, sem telur kapítalismann vinna gegn lýðræði og frelsi.

Í þessu viðtali er fjallað um fyrirhugaða plöntulöggjöf Evrópusambandsins; reglur sem hætta er á að hefti frelsi almennings til þess að stunda jafn áhættulausa og sakleysislega iðju og matjurtarækt. Þetta er einmitt dæmi um það hvernig kapítalisminn snýst beinlínis gegn viðskiptafrelsi og maður þarf ekki að vera sérstakur aðdáandi „samsæriskenninga“ til að gruna að slíkar reglur séu settar með hagsmuni stórfyrirtækja að leiðarljósi. Halda áfram að lesa

Úrskurðarnefnd sendir borgurum fingurinn

http://www.cartoonstock.com/Ég er búin að fá þessi gögn sem úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi óhætt að sýna almenningi og ég hef sjaldan orðið fyrir meiri vonbrigðum. Eftir rúmlega 37 vikna bið frá því að ég lagði fyrst fram kæru (en þá var liðinn mánuður frá því að ég óskaði fyrst eftir gögnum) er niðurstaðan sú að það sem almenningur má sjá af þessari skýrslu eru eingöngu beinar tilvitnanir í fjölmiðla. Halda áfram að lesa

Ég fæ aðgang að Búsóskýrslunni

Úrskurðarnefnd um upplýsingamál er loksins komin að niðurstöðu um það hvort lögga sé stætt á að synja mér um aðgang að Búsóskýrslunni.

Í kærum mínum (þá fyrstu sendi ég inn 17. október) er skýrt tekið fram að ég sé ekki að biðja um aðgang að persónuupplýsingum enda eiga þær að fara leynt. Nefndin fellst á þau rök mín að skýrslan sé ekki vinnuskjal eins og lögreglustjóri heldur fram. Halda áfram að lesa

Eins og hýenan rennur á blóðslóð

Rétt eins og hýenan rennur á blóðslóð, ráðast vinstri sósíalistar af hörku gegn öllum þeim sem andmæla hinni „réttu skoðun“.

Þannig kemst Brynjar Níelsson að orði í grein sinni „Nýjar vígstöðvar sósíalismans“  þegar hann lýsir  viðbrögðum umhverfissinna við þeirri skoðun forsætisráðherra að fjöldi umsagna frá náttúruverndarfólki ætti ekki að hafa áhrif á ákvarðanir um stórkostleg náttúruspjöll. Halda áfram að lesa

Því þeir vita hvað þeir gjöra

Þótt ríkisstjórn Silfurskeiðabandalagsins hafi enn ekki verið mynduð er Framsóknarflokkurinn samt strax búinn að afreka það að svíkja eitt mikilvægasta kosningaloforð sitt, loforð sem vafalítið skýrir drjúgan hluta af skyndilegri fylgisaukningu flokksins. Þetta kosningaloforð má sjá í stefnuskrá Framsóknarflokksins en þar er eitt markmiðanna að: Halda áfram að lesa

Við vildum eitthvað annað

Myndin er héðan

Búsáhaldabyltingin var engin bylting. Hún var röð uppþota sem hröktu vanhæfa ríkisstjórn frá völdum. Enginn dó og það er á mörkunum að hægt sé að tala um óeirðir en fólk óhlýðnaðist lögreglunni og það var svo brjálæðislega róttækt að í huga þjóðar sem þekkir hvorki sverð né blóð (enda þótt hún styðji hvorttveggja með hundslegri tryggð sinni við Nató) var það nánast stríðsástand sem ríkti frá miðjum nóvember 2008 og út janúar 2009. Halda áfram að lesa

Kartöfluhýði Brynjars Níelssonar

Sama dag og skýrsla starfshóps um Guðmundar- og Geirfinnsmál kemur út, taka menn til við að dreifa tveggja ára gamalli grein Brynjars Níelssonar um Guðmundar- og Geirfinnsmálin á netinu. Grein sem virðist eiga að vera einhverskonar varnarskjal fyrir lögreglu og dómstóla. Bendir hann á nokkrar staðreyndir sem lágu til grundvallar dómum yfir sakborningum í þessum málum auk þess sem hann fullyrðir: Halda áfram að lesa

Er löggan undirmönnuð?

Löggan er með mann í fullu starfi við að hanga á facebook. Í fullu starfi, auk þess sem 12 til viðbótar sinna síðunni í hjáverkum. Eruði ekki að djóka? Hvernig getur það verið fullt starf að uppfæra snjáldursíðu 3-5 sinnum á dag og svara 1-2 fyrirspurnum? Og hvernig getur stofnun sem segist vera undirmönnuð réttlætt slíka notkun á starfskrafti? Halda áfram að lesa