Handa Kúrekanum

Útsendarar Friðriks eru byrjaðir að bora upp við Kröflu. Í leyfisleysi auðvitað, það er víst hefð fyrir því. Yfirvöld gera ekkert í málinu (það er líka hefð fyrir því) en ef ég fer á staðinn og reyni að stoppa þessa ósvinnu, verð ég dregin fyrir dómsstóla. Þannig er nú siðferðið í þessu bananalýðveldi. Ég þarf að kasta galdri. Vona að hann beri þann árangur að Friðrik fái bæði flatlús og njálg.

Halda áfram að lesa

Handa Hugz

Hugz skrifar komment sem krefst ítarlegs svars. Og hér hefurðu það gæskur.

Eins og hefur komið fram hjá mér áður þá hefur ekki verið tekin ákvörðun um brottvísun Miriam. Það er Útlendingastofnunar að taka þá ákvörðun og hún fær tækifæri til að skýra sína hlið áður. Það er hinsvegar ljóst að lögreglan hefur krafist þess að Miriam verði rekin úr landi. Verði það að veruleika má búast við að hverjum þeim útlendingi sem beitir beinum aðgerðum á Íslandi, verði gert ókleift að koma hingað a.m.k. næstu tvö árin. Með slíkri ákvörðum væri þetta fólk sett í sama flokk og Kio Briggs. Halda áfram að lesa

Sagan af Miriam Rose

Miriam ólst upp í Bretlandi. Foreldrar hennar eru umhverfissinnar. Þau eru aktivistar en hafa þó ekki, svo Miriam viti til, tekið þátt í aðgerðum sem teljast ólöglegar. Þau stunduðu lífræna ræktun og ráku fair-trade verslun þegar hún var barn. Í dag býr faðir hennar í Póllandi þar sem hann hefur helgað sig baráttu smábænda gegn erfðabreyttum matvælum. Miriam er alin upp við meðvitund gagnvart náttúrunni og við þá trú að vel stæðu fólki beri heilög skylda til að hjálpa þeim sem minna mega sín. Halda áfram að lesa

Samkvæmisleikur

Í gær heyrði ég athyglisverða sögu af afbrotamanni sem í tilteknu landi er sakaður um að vera ógn við þau gildi sem samfélagið grundvallast á (threat to fundamental society values.)

Það fyrsta sem mér datt í hug var að Usama BinLaden eða einhver vina hans hefði verið handtekinn og ég ætlaði varla að trúa mínum eigin eyrum þegar ég heyrði afganginn af sögunni. Þykja mér þarna stór orð notuð um ómerkilegan glæp. Stjórnvöld í þessu landi (sem er skilgreint sem lýðræðisríki) hafa greinilega allt aðrar hugmyndir um „grundvallargildi“ en ég. Sem vekur aftur spurningar um það hvort lýðræðislega kjörin Talibanastjórn ætti rétt á sér. Trú minni á ágæti svokallaðs lýðræðis hefur hnignað verulega á síðustu árum.

Sagan kom mér til að velta því fyrir mér hvaða glæpir það eru sem ógna grundvallargildum íslensks samfélags. Hver eru þau gildi sem gera Ísland að ríki lýðræðis og frelsis? Hvaða glæpamenn á Íslandi gætu átt á hættu að fá á sig ákæru af þessu tagi? Það fyrsta sem mér datt í hug var landráðamálið, þegar Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson innrituðu okkar í árásarstríð gagnvart fólki sem við áttum ekkert sökótt við. Vinkona mín nefndi fyrst rétt hvers manns til einkalífs og taldi þá sem stóðu fyrir því að hlera símann hjá Svavari Gests og félögum helst seka um að ógna þeim rétti. Einhvernveginn hef ég samt á tilfinningunni að okkar saksóknari myndi fremur nota þessi orð um sjúklingana á Litla Hrauni en um þá valdsmenn sem raunverulega eru í aðstöðu til að hrista stoðir lýðræðisins.

Hvað dettur lesendum í hug? Hver eru grundvallargildi íslensks samfélags og hvaða glæpamenn ógna þeim gildum? Þegar ég er búin að fá nokkur svör ætla ég að segja nánar frá þessu sérstæða sakamáli.

Venjulegt?

Mér finnst dálítið óhugnanlegt til þess að hugsa að það séu „venjuleg viðbrögð“ hjá sérsveitinni að miða byssum á höfuð óvopnaðra unglinga sem af tilviljun eru staddir nálægt hugsanlegum vettvagi glæps. Hversu góðum rökum þarf grunur að vera studdur? Er nóg að vera á ferð í götu þar sem eitthvað hefur gengið á? Í hverfinu? Er nóg að líta grunsamlega út?

Ég velti því fyrir mér hvort sérsveitin hefði brugðist jafn „venjulega“ við ef ungar stúlkur hefðu komið gangandi eða akandi frá húsinu. Móðir með börn? Hjón á áttræðisaldri? Þrír þekktir embættismenn? Þrír þekktir fjölmiðlamenn?

Getur verið að það sé út af fyrir sig grunsamlegt að vera „gaur“?

Heimsókn til Þórunnar

Í dag er alþjóðadagur grasrótarheyfinga gegn stóriðju. Þeir sem standa að þessu degi eru m.a. Saving Iceland, Rise Against í Trinidad, Earthlife Africa í S-Afríku, Alcan´t í Indlandi, Movement of Dam Affected People í Brasilíu og Community Alliance for Positive Solutions í Ástralíu. Allar þessar heyfingar eiga í höggi við sömu fyrirtækin en þar ber hátt nöfn eins og Rio-Tinto, Alcan og Alcoa.

Halda áfram að lesa