Handa Hugz

Hugz skrifar komment sem krefst ítarlegs svars. Og hér hefurðu það gæskur.

Eins og hefur komið fram hjá mér áður þá hefur ekki verið tekin ákvörðun um brottvísun Miriam. Það er Útlendingastofnunar að taka þá ákvörðun og hún fær tækifæri til að skýra sína hlið áður. Það er hinsvegar ljóst að lögreglan hefur krafist þess að Miriam verði rekin úr landi. Verði það að veruleika má búast við að hverjum þeim útlendingi sem beitir beinum aðgerðum á Íslandi, verði gert ókleift að koma hingað a.m.k. næstu tvö árin. Með slíkri ákvörðum væri þetta fólk sett í sama flokk og Kio Briggs. Halda áfram að lesa

Sagan af Miriam Rose

Miriam ólst upp í Bretlandi. Foreldrar hennar eru umhverfissinnar. Þau eru aktivistar en hafa þó ekki, svo Miriam viti til, tekið þátt í aðgerðum sem teljast ólöglegar. Þau stunduðu lífræna ræktun og ráku fair-trade verslun þegar hún var barn. Í dag býr faðir hennar í Póllandi þar sem hann hefur helgað sig baráttu smábænda gegn erfðabreyttum matvælum. Miriam er alin upp við meðvitund gagnvart náttúrunni og við þá trú að vel stæðu fólki beri heilög skylda til að hjálpa þeim sem minna mega sín. Halda áfram að lesa