Fjölmiðlaumfjöllun um mál Miriam

Fyrst var fjallað um mál Miriam í Speglinum á rás 1 á þriðjudaginn 25. sept.

Sama kvöld var þessi umfjöllun í fréttum Stöðvar 2.

Atli Gíslason tjáði sig um mál Miriam á Stöð 2 þann 26.

Málið var tekið upp í útvarpsfréttum http://dagskra.ruv.is/streaming/ras2/?file=4361278/7 í gær. Og ítarlega fjallað um það í síðdegisútvarpinu.

Í morgun komu Sigurður G Tómasson og Guðmundur Ólafsson inn á málið í þætti sínum á Útvarpi Sögu og hafa mjög eindregna afstöðu. Þátturinn er ekki kominn inn á netið en verður endurfluttur í kvöld milli 22 og 24. Athugasemdirnar um mál Miriam koma fram þegar 15-20 mínútur eru eftir af þættinum.

Græni flokkurinn á Bretlandi hefur lýst vanþóknun sinni á afstöðu Íslendinga til mótmælenda. Einnig styður flokkurinn beiðni VG um að fram fari rannsókn á framgöngu lögreglunnar gagnvart mótmælendum árin 2005 og 2006.

 

Share to Facebook

One thought on “Fjölmiðlaumfjöllun um mál Miriam

  1. ég er hneyksluð og skammast mín fyrir hönd þjóðarinnar.

    ef þessi unga stúlka ógnar heilli þjóð, þá er hvítt svart.

    Posted by: baun | 28.09.2007 | 19:00:34

Lokað er á athugasemdir.