Nokkrar staðreyndir í framhaldi af fyrri færslum

Fleiri en 800.000 Indverjar hafa hrakist frá heimilium sínum vegna stóriðju.

Miðað við þær stóriðjuframkvæmdir sem eru í deiglunni í Indlandi má reikna með að 1,5 milljón til viðbótar hrekist á vergang á næstu árum.

Í Orissa héraði einu saman eru það varlega áætlað 50.000 manns sem nú þegar hafa misst heimili sín vegna framkvæmda Alcan.

Þegar mannréttindasinnar spyrja indversk yfirvöld hvað verði um fólk sem missir allt sitt vegna stóriðju, er svarið: það fer bara eitthvert annað. Það var semsagt ekki Siv Friðleifsdóttir sem átti hugmyndina að þessum dásamlegu rökum.

Miriam Rose sker sig að nokkru leyti úr þeim fjölda erlendra aðgerðasinna sem hafa komið hingað til lands á vegum Saving Iceland. Hún hefur meiri menntun, hefur fengið skrif sín birt í tímaritum, er betur stæð fjárhagslega, er af fjölskyldu sem tekið er mark á (faðir hennar Julian Rose var t.d. ráðgjafi Kalla Prins í umhverfismálum á meðan hann bjó í Englandi) og hefur ferðast víðar en flest hinna.

Ég veit ekki nákvæmlega hversu margir útlendingar á vegum Saving Iceland hafa hlotið dóma fyrir aðgerðir sínar. Það eru minnst 30 manns. Margir þeirra hafa komið til Íslands og tekið þátt í aðgerðum oftar en einu sinni. Sumir þeirra sem eru hér núna hafa verið handteknir hvað eftir annað, jafnvel oft í sömu vikunni. Enginn hefur þó fengið hótun um brottvísun nema Miriam Rose.

 

Share to Facebook

One thought on “Nokkrar staðreyndir í framhaldi af fyrri færslum

  1. bíddu, hefur hún ekki lögfræðing? hún hlýtur að geta leitað réttar síns.

    Posted by: baun | 24.09.2007 | 22:00:10

    ————————————————–

    Jújú, hún fær tækifæri til að svara þessu. Það er ekkert búið að vísa henni úr landi en lögreglan hefur óskað eftir því. Hún er svo hættuleg konan.

    Posted by: Eva | 24.09.2007 | 22:48:18

    ————————————————–

    Ég hef nú ekki verið stuðningsmaður Saving Iceland þó mér þyki vænt um blessað landið okkar. Hinsvegar tel ég mig ágætlega dómbæra á það að hún Miriam er yndisleg stúlka og aldrei myndi ég telja hana hættulega.Mér brá í dag þegar ég heyrði að til stæði að vísa henni úr landi og vona að ekki komi til slíks. Viltu skila kærri kveðju til unga fólksins frá mér.

    Posted by: Ragna | 24.09.2007 | 23:38:23

    ————————————————–

    Hún Miriam er einmitt hættuleg vegna þess sem þú nefnir og lítur á sem góða þætti sem ættu að vinna með henni. Það gilda ekki sömu lögmál um virðingu gagnvart diplómum og ættarstyrk þegar sú manneskja er „óvinurinn“. Síður en svo.

    Posted by: Kristín | 25.09.2007 | 5:41:42

    ————————————————–

    Smá leiðrétting hér:

    Erlenda fólkið sem hefur tekið þátt í aðgerðum SI hefur yfirleitt verið afskaplega vel menntað, með háskólagráður tvist og bast eða þá oft afburðavel sjálfmenntað. Mörg þeirra stunda allskonar útgáfu og ritsmíðar sem hafa verið birtar í mismunandi fjölmiðlum.

    Mýtan um sískakka hálendishippann heldur ekki vatni hvernig sem á það er litið.

    Posted by: Ólafur Páll Sigurðsson | 8.01.2008 | 13:43:19

Lokað er á athugasemdir.