Nýtingarfasistinn 4. hluti

Ekki henda afgangnum

nytingafasisti-4-688x451

Í síðustu pistlum hef ég boðað þá venju að elda ekki meira en þörf er á en þegar maður einu sinni hefur náð góðum tökum á afgangastjórnun er tilvalið fyrir þá tímabundnu að elda meira en á að nota í það skiptið og nota afgangana í annan rétt næsta dag. Ég mæli þó ekki með því fyrir þá sem ennþá líta á afganga sem rusl. Halda áfram að lesa

Rasismi og rétttrúnaður

fyrirokkars-688x451

Eitt af því sem gerir umræðu um málefni innflytjenda stundum erfiða er pólitískur rétttrúnaður. Annað sem gerir hana erfiða er rasismi. Og þegar tveir hópar kasta þessum hugtökum hvor í annan eins og skít, án þess að velta merkingu þeirra sérstaklega fyrir sér, er lítið á þeirri umræðu að græða. Halda áfram að lesa

Leiðbeiningar fyrir öryrkja

kvittun

Þingmenn allra flokka hafa farið þess á leit við félagsmálaráðherra að gefinn verði út leiðbeiningabæklingur fyrir öryrkja um réttindi þeirra og hvert þeir eigi að snúa sér til að sækja þann rétt. Þetta þykja mér góðar fréttir enda er örugglega þörf á slíkum bæklingi. Útlendingar á Íslandi þurfa líka á leiðarvísi að halda, kannski verða þeir næstir. Halda áfram að lesa

Valinkunnur

stuðmennDV hefur staðið sig vel í því að afhjúpa framkomu yfirvalda við útlendinga, einkum flóttamenn. Á föstudaginn birti DV svo fróðlega úttekt á þeim viðhorfum sem liggja lögum um útlendinga til grundvallar.

Eitt af því sem innflytjendur standa frammi fyrir eru undarleg skilyrði sem þarf að uppfylla til þess að fá ríkisborgararétt. Þennan pistil birti ég á Eyjunni í mars 2013 en ekkert hefur breyst í þessum málum síðan og því tilvalið að rifja hann upp. Halda áfram að lesa