Oddviti Framsóknar yrkir

ljod-688x451

Jón Loðmfjörð hefur undanfarið leitað svara við spurningu sem varðar mikilvægan þátt menningarinnar en engum öðrum virðist hafa dottið í hug að bera undir frambjóðendur til sveitarstjórnakosninga. Spurningin er þessi:

Eruð þið uggandi yfir stöðu ljóðsins?

Lommi, eins og hann er kallaður, birti í gær niðurstöðurnar á Facebooksíðu sinni.

Halldór Halldórsson, sjálfstæðismaður svaraði:

Ljóðið er í góðum málum þótt það viti ekki af því enda er því alveg sama. Ljóðalestur er ekki á undanhaldi.

Alma Rut Lindudóttir liðsmaður Dögunar svaraði:

Ég elska ljóð og gaf út ljóðabók það er hægt að skoða hana hér. En ég er uggandi yfir stöðu ljóðsins.

Líf Magneudóttir, vinstri græn svaraði:

Nei. Ég kaupi mikið af ljóðabókum og held merki ljóðsins á lofti. Ljóðið er listform sem er manninum eðlislægt. Það finnur sér alltaf farveg og form.

Kári Emil Helgason, vinsti grænn svaraði:

Já, enda gaf ég Sóley Tómasdóttur ljóðabók í afmælisgjöf.

Þórlaug Ágústdóttir, pírati svaraði:

Já við erum öll uggandi. Verulega uggandi.

Jón Loðmfjörð hefur ekki birt svör fleiri frambjóðenda en víst er að sumir þeirra láta ekki hugfallast þótt staðan kunni að virðast ógnvænleg, heldur sækja fram á ritvöllinn sjálfir. Dæmi um það má sjá á fésbókarsíðu oddvita Framsóknar.

sveina