Ég vil enga hugsanalöggu. En þegar trúað fólk minnist mín í bænum sínum, þá finnst mér það svona eins og ef einhver sem ég sef ekki hjá setur mig í runkminnið. Allt í lagi með það – en ekkert vera að tilkynna mér það.
Ég vil enga hugsanalöggu. En þegar trúað fólk minnist mín í bænum sínum, þá finnst mér það svona eins og ef einhver sem ég sef ekki hjá setur mig í runkminnið. Allt í lagi með það – en ekkert vera að tilkynna mér það.
Góðar vinkonur útvega manni afsökun þegar maður bakar ljótar sörur. Steinunn Ólína segir að þetta sé þokunni að kenna en ekki vanhæfni minni. Efast reyndar um að það sé rétt en þetta var nú samt fallega sagt
Söru Bernhardtskökur eru ofmetið sælgæti fundið upp í þeim tilgangi að brjóta húsmæður niður. Henta vel þeim sem vilja eyða degi í að klína út eldhúsið, hendurnar á sér og frystinn, sóa súkkulaði og setja fram kenningar um það hversvegna afraksturinn lítur ekki út eins og á myndinni á vefsíðu Mörtu Stewart. Halda áfram að lesa
Eynar: En um þetta leyti hafði ég ranghugmyndir um þig, því ég man að þegar ég sá viðtal við þig sagði ég; „sko, þarna er venjuleg manneskja, sem finnst…“
Hef lokið fyrstu yfirferð af Árleysi alda og sveiflast frá aðdáun til kæti, til öfundar, til vonar um að tónlistarmenn landsins muni um síðir átta sig á því að það er jafn bjánalegt að láta tónskáld yrkja texta og að láta skáld spila á bassa, það er því aðeins boðlegt að viðkomandi ráði við það.
Og að útgáfa þessarar bókar megi m.a. verða til þess að tónsmiðir fatti að enn eru til Íslendingar sem geta ort.
Vorum að koma heim eftir 10 daga ferð til Florence.
Þar sem ég var á flugi í dag náði ég ekki að taka þátt í æsispennandi umræðu um afstöðu Hörpu Hreinsdóttur annarsvegar og Vantrúarmanna hinsvegar til hjávísinda og vísinda. Reiknaði því með að eyða kvöldinu í að skrifa sitthvað um galdur, gervivísindi, vísindi, trú og efahyggju.
Kom svo inn og sá að mín beið unaðsstund í brúnu umslagi. Mun því eyða kvöldinu í Árleysi alda. Lýsi ábyrgð á bloggdrættinu á hendur Bjarka Karlssyni. Þeir verða eflaust margir sem launa honum dráttinn þann með áruheilun eða þakkarbréfi eftir því hvort menn telja vænlegri hvatningu til frekrari afreka.
Matseðillinn á uppáhalds veitingastaðnum okkar í Flórens
Samkvæmt lögmálum lýðheilsufræðinnar ættu Ítalir að vera útdauðir. Þeir borða mikið, hratt og hættulega. Gófla í sig „Há Kolvetna Lífsstíls Fæði“ á mettíma, gluða ólífuolíu (sem er kennd við ólifnað) yfir brauðið, forréttinn, fyrri réttinn og seinni réttinn, og skola niður með ótæpilegu magni af áfengi, gúlla svo í sig dísætum eftirrétti og líkjör. Já og kaffi auðvitað. Halda áfram að lesa
Fjölskyldan helga, eftir Paolo Veronese (1528–1588)
Fórum á safn í dag og sáum urmul af hrikalega ófríðum englum, heilögum meyjum og öðru fólki sem hefði þurft á fótósjoppu að halda. Halda áfram að lesa
Ég hef tekið mörg og löng netfrí í sumar. Við vorum tvær vikur í Úganda í apríl (já ég er ekki ennþá búin að skrifa allt sem ég ætla að skrifa um þá ferð.) Ég fór ekkert á netið á meðan. Svo vorum við tíu daga í Danmörku í maí og þá var netnotkun mín í algeru lágmarki. Erum líka búin að fara í Hrísey og ferðast innanlands og ég hef verið í algeru netfríi á meðan. Halda áfram að lesa
https://www.facebook.com/eva.hauksdottir.norn.is/posts/10151487845312963
Ég held að þetta sé eina myndin sem er til af okkur Ingó saman.
Hulla systir tók hana í stúdíóinu þegar við vorum að vinna að bókinni.
Ég syrgi Ingó. Ég tek dauðanum yfirleitt vel en í þetta sinn líður mér verr en ég átti von á. Halda áfram að lesa
Ef þú fengir fimm ár í viðbót við fulla heilsu, hvernig myndirðu nota þau? spurði ég. Ingó yppti öxlum. Ég myndi bara gera það sama og hingað til, sagði hann. Vera meira með fjölskyldunni. Taka myndir. Spila. Keyra mótorhjól. Vinna öll þessi verkefni sem ég hef talað um með þér og fleiri vinum. Og ferðast, ég væri virkilega til í að fá tækifæri til að ferðast meira. Já einmitt, bara meira af því sama. Þetta er gott líf. Halda áfram að lesa
Ef þig svíkur andans kraftur
ekki hætta, reyndu aftur.
Hugurinn ber þig hálfa leið
hitt er nám og vinna,
þér yrði eflaust gatan greið
ef gætirðu kvartað minna.
Ég fann myndina á netinu, veit ekki hver tók hana
Birtan í mér stígur fram. Eigi skal gráta, heldur safna liði og hefna, hvæsir hún upp í rauðflekkótt andlitið á mér. Já væri það nú bara í boði. En við erum ekki að tala um neinn venjulegan morðingja heldur sýkópatafrumu. Krabba. Eina markmið hans er að drepa, jafnvel þótt hann drepi sjálfan sig í leiðinni. Maður ætti ekki að sýna þann veikleika gagnvart slíkum viðbjóði að grenja, heldur gera eitthvað í málinu. Eða allavega syrgja með reisn. Halda áfram að lesa
Við Eynar fórum í flúðasiglingu á Níl. Ætluðum að gista en koksuðum á því þegar við áttuðum okkur á því að það var langt í næsta bæ og engin afþreying í boði á hótelinu um kvöldið. Þegar við komum heim var negrakóngurinn ekki heima. Kom heim næsta dag en varðist frétta af því hvar hann hefði verið. Við toguðum það þó upp úr honum að hann hefði eldað karrý handa konu – sem síðar kom í ljós að er barnsmóðir hans.
Það vill svo heppilega til að við Eynar erum venjulega sammála um það sem skiptir máli. T.d. það að ég geti aldrei átt of marga kjóla. Blessunarlega höfum við líka nokkuð svipaðan smekk hvað varðar klæðaburð en mitt róf er þó öllu breiðara en Eynars. Halda áfram að lesa
Þar sem fátækt, fáfræði og spilling koma saman er mannslíf lítils metið. Í Úganda eins og víðast í Afríku þykir sjálfsagt að börn vinni erfiðisvinnu og andlát eða hvarf barns er ekki litið alvarlegum augum miðað við það sem við eigum að venjast. Flestir hafa heyrt um hreyfingu Konys og félaga, LRA, og glæpi hennar gagnvart börnum en þeir eru kannski færri sem vita að samkvæmt opinberri stefnu ríkisstjórnarinnar má taka unglinga niður í 13 ára í herinn svo fremi sem samþykki liggur fyrir. Ég veit ekki hvers samþykki er átt við, barsnins eða föður þess (í Úganda hafa mæður engan rétt til barna sinna) . Í samanburði við glæpi Konys þykir það kannski ekki mikið mál að árið 2006 voru 5000 barnahermenn í úgandíska ríkishernum. (Nánari upplýsingar t.d. hér og hér.) Og svo hefur samþykki reyndar ekki alltaf verið neitt stórmál í huga Musevenis og félaga. Halda áfram að lesa
Úganda og Ísland eiga það sameiginlegt að fátt er um verulega huggulega veitingastaði sem sérhæfa sig í hefðbundnum mat innfæddra. (Reyndar lifa Íslendingar ekki lengur á saltkjöti og slátri en Úgandamenn lifa ennþá á matoke.) Við fórum með Árna og Drífu á flottan indverskan stað og þótt sé gaman að bragða afrískan mat verður að segjast eins og er að indversk matarmenning er öllu fjölbreyttari og áhugaverðari því hefðbundin afrísk mátíð samanstendur af fjórum tegundum af sterkju með örmagni af kjöti, fiski, baunum eða grænmeti. Halda áfram að lesa
Síðasta vor var ég svo lánsöm að fá tækifæri til þess að ferðast til Úganda. Einn af mörgum eftirminnilegum atburðum var heimsókn í barnaskóla í Masindi, sem er 45.000 manna bær í nágrenni Kampala. Halda áfram að lesa