Sörur

Söru Bernhardtskökur eru ofmetið sælgæti fundið upp í þeim tilgangi að brjóta húsmæður niður. Henta vel þeim sem vilja eyða degi í að klína út eldhúsið, hendurnar á sér og frystinn, sóa súkkulaði og setja fram kenningar um það hversvegna afraksturinn lítur ekki út eins og á myndinni á vefsíðu Mörtu Stewart.

Ég notaði ekki blástur en makkarónurnar urðu samt góðar. Bara ekki fallegar í laginu. En að hjúpa þær með súkkulaði án þess að kremið bráðni, það útheimtir samning við djöfulinn.

Þetta er auðvitað ein af birtingarmyndum Feðraveldisins alræmda. Mæðraveldi myndi aldrei búa til flókna sælgætisuppskrift og monta sig með myndum sem eru of flottar til að vera sannar. Og ef Gvuð hefði ætlað manninum að baka Söru Bernhardtskökur, þá hefði hann skapað eggjahvíturnar forþeyttar.

Og nei, það vantar ekkert upp á auðmýkt mína. Ég ER auðmjúk húsmóðir. Það var ég sem Baggalútur hafði í huga þegar hann orkti „hún ryksugar og hlær“.

Umræður