Sko er gott orð. Það felur í sér tilraun til útskýringar, beiðni um að viðmælandinn horfi út frá ákveðnu sjónarmiði. Ekki bara að hann horfi og sjái það sama og maður sjálfur heldur að hann sko-ði málið. Halda áfram að lesa
Greinasafn fyrir flokkinn: Allt efni
Að kasta krónu
Sama konan missir fimm sinnum heimili sitt í fellibyl. Sama parið vinnur fyrsta vinning í lottóinu fjórum sinnum. Sömu hjónin eignast þrenna þríbura. Halda áfram að lesa
Baukablæti
-Sjáðu hvað ég fann innst í eldhússskápnum! sagði ég, fagnandi.
-Nei sko, fannstu einn baukinn enn, sagði Eynar, það var mikil hamingja.
-Ég get sett baunirnar í þennan.
-Já en eru skáparnir ekki fullir af tómum döllum og baukum sem þú hefðir getað notað undir baunir?
-Jú en ég vil geyma þá.
-Nú? Af hverju?
-Svo sé hægt að setja eitthvað í þá. Halda áfram að lesa
Gallaður kjóll
Ég skundaði götuna fast á hæla Eynari, náði andanum á meðan hann tvísté við gangbrautarljós en snaraðist svo á eftir honum þegar hann sá sér færi á að skjótast á milli vélhjóls og vörubíls. Á rauðu ljósi að sjálfsögðu. Halda áfram að lesa
Þannig sparar maður 3000 hitaeiningar
Af og til dett ég niður í megna óánægju með holdafar mitt. Ég hef verið í nánast sömu þyngd frá því ég var um tvítugt, rokkað um 1-2 kg, svo líklega segir þessi óánægja líklega meira um andlegt ástand mitt en líkamlegt.
Útreikningar
Kvíðvænlegt
Lúxusvandamál
Ég get ekki sagt að vandamálum mínum hafi fækkað við það að fara í sambúð og Eynar á eins og allt fólk við ákveðin vandamál að stríða. Vandamálin hafa samt breyst töluvert. Ég hef ekki lengur áhyggjur af því hvort ég frekar eigi að borða poppkorn í kvöld og pítubrauð annað kvöld eða öfugt, heldur hvort ég eigi að borða svínalund í kvöld og fara út að borða á morgun eða öfugt. Halda áfram að lesa
Ferð til Linlithgow
Í hópi stærðfræðinga í kastalanum. Eynar er svona á svipinn af því að hann þurfi að bíða í 30 sekúndur á meðan Serge smellti mynd af okkur. Leitt að Serge skuli ekki vera á myndinni.
Mávar
Eynar: Ef ég væri mávur myndi ég sitja efst í þessum byggingarkrana og horfa yfir lendur mínar. Láta mig svo gossa niður og bera ekki fyrir mig vængi fyrr en í fimmtíu metra hæð.
Eva: Aldrei hef ég séð máv hegða sér þannig.
Eynar: Nei og það sýnir bara að mávar hafa ekkert hugmyndaflug.
Fráhald
Ég er í þriggja daga fráhaldi frá dólgafeminisma.
Er orðin heltekin. Sé fram á að verða jafn sjúk og klámvæðingarliðið ef ég sný mér ekki að einhverju öðru af og til. Og það er hroðalegt, því eins áhugavert og það er að lítill hópur sé að sölsa undir sig völd og áhrif út á helbert kjaftæði, þá er það mannskemmandi til lengdar að sökkva sér svona niður í það sem nálgast helst djöflafræði miðalda.
Ég er þokkalega ánægð með sjálfa mig í dag, hef ekkert opnað Sjáldrið, ekki lesið nýju kommentin á Pistlinum, samþykkti þau bara án þess að lesa (já það var pínu erfitt) og hef ekki einu sinni skrunað í gegnum umræðukerfi netmiðlana. Horfði á kvöldfréttir og búið. Afleiðingin er sú að ég komst yfir hellings vinnu í dag.
Kaktusinn á marengstertunni
Maður nokkur hafði á orði á snjáldrinu í morgun að bloggið mitt (pistillinn.is) væri eins og blóm í eyðimörkinni. Það þótti öðrum manni full væmin líking og sagði að það væri frekar eins og kaktusinn á marengstertunni. Ég er reyndar hrikalega væmin, dreg mörkin við fjólubláa glimmerengla, en verð að játa að ég hef töluverða samkennd með kaktusum á marengstertum. Auk þess þarf svona risastórt marengstertusamfélag kaktus til mótvægis við sykurfrauðið og rjómann. Því miður er ég samt óttalegt kaktuskríli eins og þetta á myndinni, lokað inni í lyklakippu. Halda áfram að lesa
Tell Your President
Ætlaði að henda útprentun af þessari bókarlufsu um dvölina í Palestínu í fráfarandi forseta í þessari Íslandsferð en hann er búinn að liggja í flensu greyskarnið og er svo að fara vestur á Ísafjörð í fyrramálið. Halda áfram að lesa
Einfalt trix
Eynar: Ég skal kenna þér trix svo þú gleymir ekki kóðanum aftur. Þú leggur bara hæstu töluna á minnið og setur hana í annað veldi.
Eva: Hvernig á það að hjálpa? Útkoman segir mér ekkert um hinar tölurnar.
Eynar: Nei en ein talan kemur tvisvar sinnum fyrir og margfeldið af tveimur tölum er jafnt þeirri þriðju.
Eva: Jahá? En af hverju ætti ég frekar að muna það en fjögurra talna streng?
Eynar: Ja það er bara einfaldara.
Mastercardlitirnir
https://www.facebook.com/eva.hauksdottir.norn.is/posts/10150595093332963
Eva stærðfræðingur
https://www.facebook.com/eva.hauksdottir.norn.is/posts/10150567727017963
Darrinn minn
Vorveður í Glasgow, eins og í maí á Íslandi. Lífið fullkomið, væri samt til í að hitta strákana mína. Darrinn minn er 23ja ára í dag. Pysjan mín. Hann litli minn.
Um þetta leyti kvölds fyrir 23 árum var hann rétt kominn í heiminn og horfði tortryggnislega á mig. Svo lítill að ég klæddi hann í dúkkuföt fyrstu vikurnar en samt þurfti hann ekki einu sinni hitakassa. Hann er tortrygginn enn. Halda áfram að lesa
Gvuð er annaðhvort feitur eða hrukkóttur
Þegar Gvuð skapaði manninn í sinni mynd hefur hann sennilega verið með atvinnusköpun í huga. “Vér viljum skapa mann eftir mynd vorri, svo heilsufrömuðir, snyrtifræðingar, tískuhönnuðir, hárfríðkur og ljósmyndarar, þurfi ekki að sækja um listamannalaun” hefur hann hugsað. Gvuð er nefnilega annaðhvort feitur eða hrukkóttur, gott ef hann er ekki sköllóttur og með lítið typpi og sigin brjóst og bólur í þokkabót.
Hrukkuleysi er blessun feita fólksins. Lífstykki og flíkur sem blekkja augað gera svo gæfumuninn og með hárgreiðslu og fagmannlegri förðun geta allir orðið ægifagrir.
Eða a.m.k. aðlaðandi.
Ekkert kemur þó í staðinn fyrir góða myndvinnslu.
Myndir sem líta út eins og fólki sé úr plasti, orka yfirleitt óþægilega á mig. En fokk í helvíti, ég verð að viðurkenna að þetta er bara bjútífúl.
Ég er hætt við að fara í megrun. Bæti frekar á mig spiki. Það er nefnilega hægt að klæða af sér verstu keppina en það er svo mikil vinna að spartsla í hrukkur að ég á aldrei eftir að nenna að gera það daglega.
Ég er á leiðinni í bæinn með yndislega, gáfaða, hrukkótta, skemmtilega, gráhærða, hugmyndaríka, hjartahlýja manninum mínum sem elskar lærapokana á mér og finnst ég falleg nývöknuð, krumpuð í framan og með hárið út í loftið en finnst samt gaman að sjá mig vel tilhafða. Hann ætlar að kaupa handa mér falleg föt og hlutgera mig í druslur.
Ég ætla að biðja hann að gefa mér fótósjopp í afmælisgjöf – og allt verður fullkomið.
Hvunndagsblogg
Hér á ég heima. Við búum á 8. hæð og þetta er útsýnið út um stofugluggann. Beint á móti er skipasmíðastöð og ég sé nú ekki alveg fegurðina í henni en Eynari finnst hún æðisleg. Þetta er fullkomið, við sitjum bara þannig að hann sjái skipasmíðastöðina en ég þennan huggulega hluta sem sést á myndinni. Hún er tekin síðasta sumar og nú eru trén nakin. Engu að síður er dásamlegt að horfa yfir ána á meðan maður drekkur morgunkaffið. Eynar er búinn að koma mér upp á almennilegt cappuccino og ég hef ekki drukkið skyndikaffi síðan í nóvember.
Ég átti von á að veðurfarið væri hundleiðinlegt á þessum árstíma en þessar rúmu tvær vikur sem ég hef verið hér hefur alltaf utan einu sinni verið blankalogn einhvern hluta dagsins og yfirleitt hlýtt. Við búum við göngugötu sem liggur meðfram ánni og verðum aldrei vör við bílaumferð. (Sjá mynd hér til hliðar.) Sjö mínútna gangur í lestarstöð og bæjarkjarna með helstu verslunum og þjónustu. Sjö mínútna ferð með lestinni í miðbæinn.
Ef marka má bæjarkjarnann næst hverfinu okkar eru borgarbúar að jafnaði veikir, í fjárhagsvandræðum og gífurlega uppteknir af hárinu á sér. Allavega er allt fullt af apótekum, veðlánurum, nytjamörkuðum og hárgreiðslustofum. Stutt í söfn, ég er þegar búin að skoða tvö söfn og svo er pöbb sem var einu sinni kirkja í göngufæri og einnig skrúðgarður. Við fórum þangað daginn eftir að ég kom út og það er allt fullt af útsprungnum blómum.
Íbúðin er fín. Stór, opin, björt, snyrtileg, öll tæki fullkomin. Gestaherbergi og við erum meira að segja með baðkar.
Húsgögnin eru reyndar heldur stílhrein til að teljast heimilisleg, við erum sammála um það eins og flest annað sem máli skiptir og eigendurnar hafa hörmulegan smekk hvað varðar myndlist og skrautmuni. Ef við ákveðum að vera hér til frambúðar sækjum við væntanlega eitthvað af búslóðinni minni til Danmerkur og finnum eitthvað huggulegra á veggina. En þetta er fínt í bili. Eiginlega bara sultufínt.
Haukur
Einhver deildi þessari mynd af Hauki á Facebook. Hún nær karakternum fullkomlega.