Velkomin til ársins 2015

Ég var í prófi í samningarétti í dag. Eitt verkefnanna snerist um mann sem gerði tilboð í reiðhjól. Að sjálfsögðu bréflega. Seljandinn svaraði einnig bréflega en þar sem væntanlegur kaupandi var í sumarbústað, las hann bréfið ekki fyrr en nokkrum dögum síðar.  Í þessu dæmi staðfesti pósturinn að ábyrgðarbréfið hefði verið sett í lúguna kl 16.

Maður hefði nú kannski haldið að það væri ívíð áhugaverðara álitaefni hvenær tölvupóstur telst hafa borist manni.

Það má segja Lagadeild til hróss að ég hef enn ekki þurft að leysa verkefni þar sem menn senda tilboð og samþykki með bréfdúfum.

https://www.facebook.com/eva.hauksdottir.norn.is/posts/10153290929207963

 

Frítekjumarkið

Eva: Hvað er þetta eiginlega með frítekjumarkið, af hverju er verið að refsa fólki fyrir sjálfsbjargarviðleitni?
Einar: Þú misskilur þetta. Það er verið að refsa því fyrir að vera öryrkjar.

Troða í haus

Ég er án nokkurs vafa komin með áfallastreituröskun og þarf þessvegna að stefna Lagadeild HÍ til greiðslu skaðabóta. Ég er ekki búin að segja Eynari það en ég reikna með að hann komist að þeirri niðurstöðu að námsmatsaðferðir Lagadeildar séu Microsoft að kenna. Það er annars rétt hjá honum að Windows er drasl. Því miður er Linux það bara líka.

Ástin

Maðurinn minn gaf mér tölvu með Windows. Við erum að tala um alvöru ástarjátningu. Svona eins og ef KR-ingur hefði gefið konunni sinni 5 ára miða á alla leiki Vals.

Játning

Ég sóaði deginum. Ekki svo að skilja að það breyti neinu um hryðjuverkaógnina eða hvor er betur kominn að hálfvitaverðlaunum ársins, Biggi lögga eða Sveinn Andri, mér fannst bara rétt að skrifta.

Vinsamlegast ekki trufla

Í fyrra fengu fyrsta árs nemar við Lagadeild HÍ þau skilaboð að kennarar myndu ekki svara spurningum um efni námskeiða eftir síðasta kennsludag. Ég hélt þá að þetta væri svona busavíglsuhugmynd kennara á páerflippi eða tilraun til að hrekja sem flesta frá – og þótti það ekki smart. En nú er ég á öðru ári og aftur fáum við sömu skilaboðin. Þannig að líklega hef ég mistúlkað þetta. Sennilega er þetta bara einlæg fyrirlitning í garð í nemenda.

Í gær hugsaði ég sem svo að það væri gaman að geta mætt í fleiri tíma. Sú löngun dó fyrir svona 10 mínútum þegar ég opnaði póstinn minn og sá þessi tilmæli. 

Velkomin til 18. aldar

Kennsluaðferðir og námsmat Lagadeildar totta fisk.

Í fyrra þurftum við ekki að skila einu einasta verkefni. Við máttum skila einu hópverkefni sem við fengum endurgjöf á en það var ekki metið til lokaeinkunnar.

Á þessari önn er eitt hópverkefni í skaðabótarétti metið til 10% af lokaeinkunn.

Í eignarréttinum var fálmkennd tilraun til einhverskonar hópvinnu metin til 10% af lokaeinkunn. Ég veit ekki á hverju það mat byggðist þar sem hóparnir þurftu ekki að skila neinu heldur bara taka hluta tímans í að tala saman, en kennarinn hefur greinilega sótt Dale Carnegie námskeið og mér dettur helst í hug að þetta hafi átt að vera einhverskonar hópefli. Ágætt að þurfa ekki að taka nema 90% einangrunarpróf en frekar dapurleg staðreynd að þetta er semsagt róttæki kennarinn í deildinni.

Alltaf sama vandamálið

Eynar varð alt í einu eitthvað svo svangur (gerist daglega). Hann leysti „vandamálið“ með því að fá sér einn súkkulaðimola.

Langar að hætta

Ég hef enga ánægju af þessu námi lengur. Ég byrjaði brennandi af áhuga en nú er ég komin með kvíðaeinkenni. Grátköst, svefnröskun og ég er farin að kasta upp aftur en það hefur ekki verið vandamál í fjögur ár. Mig langar að hætta. Halda áfram að lesa

Góður staður

Í gær gerði Einar dauðaleit að lausum rafmagnstengli fyrir evrópskar klær. Ég fann hann í morgun og rifjaðist þá upp fyrir mér að ég hafði sett hann á „góðan stað“. Ég get ekki útskýrt hversvegna mér fannst blómavasi í stofunni vera góður staður.

Veðrið

https://www.facebook.com/eva.hauksdottir.norn.is/posts/10152740606052963