Kennsluaðferðir og námsmat Lagadeildar totta fisk.
Í fyrra þurftum við ekki að skila einu einasta verkefni. Við máttum skila einu hópverkefni sem við fengum endurgjöf á en það var ekki metið til lokaeinkunnar.
Á þessari önn er eitt hópverkefni í skaðabótarétti metið til 10% af lokaeinkunn.
Í eignarréttinum var fálmkennd tilraun til einhverskonar hópvinnu metin til 10% af lokaeinkunn. Ég veit ekki á hverju það mat byggðist þar sem hóparnir þurftu ekki að skila neinu heldur bara taka hluta tímans í að tala saman, en kennarinn hefur greinilega sótt Dale Carnegie námskeið og mér dettur helst í hug að þetta hafi átt að vera einhverskonar hópefli. Ágætt að þurfa ekki að taka nema 90% einangrunarpróf en frekar dapurleg staðreynd að þetta er semsagt róttæki kennarinn í deildinni.