Vinsamlegast ekki trufla

Í fyrra fengu fyrsta árs nemar við Lagadeild HÍ þau skilaboð að kennarar myndu ekki svara spurningum um efni námskeiða eftir síðasta kennsludag. Ég hélt þá að þetta væri svona busavíglsuhugmynd kennara á páerflippi eða tilraun til að hrekja sem flesta frá – og þótti það ekki smart. En nú er ég á öðru ári og aftur fáum við sömu skilaboðin. Þannig að líklega hef ég mistúlkað þetta. Sennilega er þetta bara einlæg fyrirlitning í garð í nemenda.

Í gær hugsaði ég sem svo að það væri gaman að geta mætt í fleiri tíma. Sú löngun dó fyrir svona 10 mínútum þegar ég opnaði póstinn minn og sá þessi tilmæli. 

Deila færslunni

Share to Facebook