Fann vegabréfið

Ég týndi vegabréfinu mínu. Var búin að leita allsstaðar og hringja út um allt og farin að óttast að ég þyrfti að fá nýtt. En ég fann það á endanum.

Í þetta sinn reyndist „góður staður“ vera undir bók heima hjá foreldrum Eynars. Þegar ég fann það loksins rifjaðist upp fyrir mér að ég hugsaði einmitt að þessum stað myndi ég allavega ekki gleyma. Ég segi hér með góða-staðs-heilkenninu og ógleymanlega-lykilorðs-heilkenninu stríð á hendur. Næst þegar ég set hlut á góðan stað eða skipti um lykilorð læt ég snoða mig.

[custom-related-posts title=“Tengt efni“ order_by=“title“ order=“ASC“ none_text=“None found“]

Góður staður

Í gær gerði Einar dauðaleit að lausum rafmagnstengli fyrir evrópskar klær. Ég fann hann í morgun og rifjaðist þá upp fyrir mér að ég hafði sett hann á „góðan stað“. Ég get ekki útskýrt hversvegna mér fannst blómavasi í stofunni vera góður staður.