Svör Guðfríðar Lilju og Sigríðar Ingibjargar

Í síðustu viku birti ég hér opið bréf til Alþingismannanna Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur og Guðfríðar Lilju Grétarsdóttur, þar sem ég spurði hvað þær hygðust gera varðandi skuldavanda þeirra sem eru með  stökkbreytt húsnæðislán, samtímis því sem bankarnir raka saman ofsagróða.  Þær hafa nú báðar svarað, og birtast svörin hér að neðan.

Ég er þakklátur þeim Sigríði og Guðfríði fyrir svörin.  En ég hef ekki skipt um skoðun í þessum málum, þótt ég  ætli ekki að segja meira um það núna, umfram það að benda á þennan pistil minn.

Halda áfram að lesa

Dómstólar sniðganga stjórnarskrána

Eitt mikilvægasta einkenni réttarrríkis er að dómstólar dæma eftir lögum, og þar er stjórnarskrá æðri öllum öðrum lögum.  Á Íslandi hefur það gerst oftar en einu sinni síðustu árin að dómstólar sniðganga stjórnarskrána í málum sem augljóslega varða hana. Halda áfram að lesa

Tryggvi Þór: Hroki, heimska eða lygataktík?

Í bloggpistli sem var að birtast hneykslast Tryggvi Þór Herbertsson á bloggpistli Egils Helgasonar, um böl verðtryggðra lána.  Tryggva finnst nóg að svara þessu með því að klippa út tilvitnun í einhverja erlenda skýrslu, sem fjallar um „Public Debt Management“, væntanlega vegna þess að þar kemur fram að verðtrygging á skuldum sé til erlendis. Halda áfram að lesa

Sigríður Ingibjörg, Guðfríður Lilja …

Hér fer á eftir  póstur sem ég sendi Alþingismönnunum Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur og Guðfríði Lilju Grétarsdóttur í gær.  Fái ég svör frá þeim mun ég birta þau hér.

——————————————————————————————— Halda áfram að lesa

Ræningjakapítalisminn og ríkisstjórnin

Kapítalisminn á sér margar skuggahliðar.   Ég er þó ekki alveg búinn að gefast upp á sumum hugmyndum hans, eins og þeirri að einkaframtak eigi ekki að hefta að óþörfu.  (Ég er  heldur ekki búinn að gefast upp á skástu hugmyndunum sem gjarnan eru kenndar við sósíalismann, um að tryggja velferð allra borgara.)  Það er því ekki af andúð á kapítalismanum í sjálfum sér sem ég set spurningarmerki við framferði Landsbankans, sem er í eigu ríkisins. Halda áfram að lesa