Tryggvi Þór: Hroki, heimska eða lygataktík?

Í bloggpistli sem var að birtast hneykslast Tryggvi Þór Herbertsson á bloggpistli Egils Helgasonar, um böl verðtryggðra lána.  Tryggva finnst nóg að svara þessu með því að klippa út tilvitnun í einhverja erlenda skýrslu, sem fjallar um „Public Debt Management“, væntanlega vegna þess að þar kemur fram að verðtrygging á skuldum sé til erlendis.

Það sem Tryggvi leiðir hjá sér er að á Íslandi er fyrst og fremst rætt um hvernig verðtrygging húsnæðislána hefur rústað efnahag venjulegs fólks. „Andsvar“ hans við þessu snýst um allt aðra hluti, enda ætti hann að vita að verðtrygging húsnæðislána er óþekkt í löndunum í kringum okkur.

Það kemur ekki í veg fyrir að hann rjúki upp í offorsi, til að setja ofan í við fólk sem leyfir sér að gagnrýna verðtrygginguna og hvernig hún hefur leikið almenning.

Spurningin sem vaknar er þessi:  Er þetta bara heimska og hroki hjá Tryggva? Eða er þetta meðvituð lygataktík, stunduð með það fyrir augum að reyna að gera lygina að sannleika?

Deildu færslunni