Greinasafn fyrir merki: Verðtrygging
Tryggvi Þór: Hroki, heimska eða lygataktík?
Í bloggpistli sem var að birtast hneykslast Tryggvi Þór Herbertsson á bloggpistli Egils Helgasonar, um böl verðtryggðra lána. Tryggva finnst nóg að svara þessu með því að klippa út tilvitnun í einhverja erlenda skýrslu, sem fjallar um „Public Debt Management“, væntanlega vegna þess að þar kemur fram að verðtrygging á skuldum sé til erlendis. Halda áfram að lesa
Verðtrygging í sjúku fjármálakerfi
Verðtrygging lána á að tryggja að verðmæti sem fengin eru að láni rýrni ekki þegar þau eru endurgreidd. Þetta er þó ekki alveg einfalt mál, því ef við mælum verðmæti í því hvað fæst fyrir eina vinnustund hefur það ekki alltaf haldist í hendur við vísitöluna sem ákvarðar verðbætur lána. Þannig missti fjöldi fólks heimili sín í byrjun níunda áratugarins, þegar lánskjaravísitalan „hvarf út við sjóndeildarhring“ séð frá þeim sem fengu laun samkvæmt annarri vísitölu. Sama gerðist þegar verðtryggð lán hækkuðu um 40% eða svo eftir hrun, en laun stóðu í stað eða lækkuðu. Það er því rangt að halda fram að það sé einfalt réttlætismál og einfaldur útreikningur þegar sagt er að verðtrygging sé til þess að fólk endurgreiði það sem það fékk lánað. Halda áfram að lesa
Örsögur úr hruninu og undirskriftasöfnun HH
Tölurnar í eftirfarandi sögum eru ekki nákvæmar, en nógu nærri lagi til að kjarni málsins sé réttur.
Manneskja A keypti, fyrir hrun, íbúð sem kostaði 21 milljón. Hún átti 7 milljónir sjálf sem hún setti í þetta, og tók 14 að láni, með verðtryggingu. Lánið var sem sé fyrir 67% af andvirði íbúðarinnar, sem telst yfirleitt varkárt í slíkum viðskiptum, í löndum þar sem efnahagslífið er ekki í tómu rugli, og þar sem hægt er að treysta stjórnvöldum til að gera allt sem þau geta til að borgararnir lendi ekki í stórum stíl í óyfirstíganlegum vandræðum ef þeir haga sér skynsamlega. Halda áfram að lesa