Sigríður Ingibjörg, Guðfríður Lilja …

Hér fer á eftir  póstur sem ég sendi Alþingismönnunum Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur og Guðfríði Lilju Grétarsdóttur í gær.  Fái ég svör frá þeim mun ég birta þau hér.

——————————————————————————————— Halda áfram að lesa

Ræningjakapítalisminn og ríkisstjórnin

Kapítalisminn á sér margar skuggahliðar.   Ég er þó ekki alveg búinn að gefast upp á sumum hugmyndum hans, eins og þeirri að einkaframtak eigi ekki að hefta að óþörfu.  (Ég er  heldur ekki búinn að gefast upp á skástu hugmyndunum sem gjarnan eru kenndar við sósíalismann, um að tryggja velferð allra borgara.)  Það er því ekki af andúð á kapítalismanum í sjálfum sér sem ég set spurningarmerki við framferði Landsbankans, sem er í eigu ríkisins. Halda áfram að lesa

Bankasýslan og spillingin

Páll Magnússon var í dag ráðinn forstjóri Bankasýslu ríkisins.  Páll þessi var aðstoðarmaður Valgerðar Sverrisdóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, árin 1996-2006.  Árið 2003 afhenti Valgerður ráðherra (ásamt fjármálaráðherra) flokksbræðrum sínum Búnaðarbankann.  Páll er sem sagt maður með reynslu af að einkavinavæða banka.  Er þetta í lagi?

Að eyðileggja samfélag

Í nýlegri grein á Vísi segir Ólöf Guðný Valdimarsdóttir frá húsnæðislánasögu sinni, m.a. þetta:

‎“Ég leiddi hugann því ekkert sérstaklega að því hvað lánin sem ég borgaði innihéldu og hvort þau væru sanngjörn eða réttlát, en lagði allan metnað minn í að borga lánin.“

Halda áfram að lesa

Verðtrygging í sjúku fjármálakerfi

Verðtrygging lána á að tryggja að verðmæti sem fengin eru að láni  rýrni ekki þegar þau eru endurgreidd.  Þetta er þó ekki alveg einfalt mál, því ef við mælum verðmæti í því hvað fæst fyrir eina vinnustund hefur það ekki alltaf haldist í hendur við vísitöluna sem ákvarðar verðbætur lána.  Þannig missti fjöldi fólks heimili sín í byrjun níunda áratugarins, þegar lánskjaravísitalan „hvarf út við sjóndeildarhring“ séð frá þeim sem fengu laun samkvæmt annarri vísitölu.  Sama gerðist þegar verðtryggð lán hækkuðu um 40% eða svo eftir hrun, en laun stóðu í stað eða lækkuðu. Það er því rangt að halda fram að það sé einfalt réttlætismál og einfaldur útreikningur þegar sagt er að verðtrygging sé til þess að fólk endurgreiði það sem það fékk lánað. Halda áfram að lesa