Í tilefni réttlætingar stjórnar Bankasýslu ríkisins á ráðningu Páls Magnússonar, fyrrum einkavinavæðara, sem forstjóra Bankasýslunnar: Halda áfram að lesa
Greinasafn fyrir flokkinn: Fjármálakerfið og kapítalismi
Steingrímur J. og Bankasýslan
Eftirfarandi póstskipti átti ég í dag við Steingrím J. Sigfússon, en Bankasýsla ríkisins heyrir undir fjármálaráðherra, sem skipar stjórn hennar, og getur því væntanlega rekið hana. Í þessu máli mun koma glöggt í ljós hvort ver öflugra, viljinn til að uppræta það klíkuveldi sem hefur tröllriðið Íslandi áratugum saman, eða þær formlegu girðingar sem valdaklíkurnar hafa reist til að hafa frið fyrir almenningi. Halda áfram að lesa
Einkavinavæðing — taka tvö
Þegar Elín Jónsdóttir sagði upp sem forstjóri Bankasýslunnar sagði hún:
Framundan eru stór og aðkallandi verkefni. Ber þar hæst að leggja þarf drög að sölu á eignarhlut ríkissjóðs í fjármálafyrirtækjum að hluta eða öllu leyti.
Svör Guðfríðar Lilju og Sigríðar Ingibjargar
Í síðustu viku birti ég hér opið bréf til Alþingismannanna Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur og Guðfríðar Lilju Grétarsdóttur, þar sem ég spurði hvað þær hygðust gera varðandi skuldavanda þeirra sem eru með stökkbreytt húsnæðislán, samtímis því sem bankarnir raka saman ofsagróða. Þær hafa nú báðar svarað, og birtast svörin hér að neðan.
Ég er þakklátur þeim Sigríði og Guðfríði fyrir svörin. En ég hef ekki skipt um skoðun í þessum málum, þótt ég ætli ekki að segja meira um það núna, umfram það að benda á þennan pistil minn.
Tryggvi Þór: Hroki, heimska eða lygataktík?
Í bloggpistli sem var að birtast hneykslast Tryggvi Þór Herbertsson á bloggpistli Egils Helgasonar, um böl verðtryggðra lána. Tryggva finnst nóg að svara þessu með því að klippa út tilvitnun í einhverja erlenda skýrslu, sem fjallar um „Public Debt Management“, væntanlega vegna þess að þar kemur fram að verðtrygging á skuldum sé til erlendis. Halda áfram að lesa