Bankasýslan, Capacent og „ráðningafræðin“

Í tilefni réttlætingar stjórnar Bankasýslu ríkisins á ráðningu Páls Magnússonar, fyrrum einkavinavæðara, sem forstjóra Bankasýslunnar:

Hvaðan kemur sú hugmynd að til séu fræði um það hvernig eigi að ráða fólk í stöður af þessu tagi?

Hverjir skyldu hafa samið þau „fræði“?

Og, hvernig stendur á því að Capacent er orðið einhvers konar Hæstiréttur í slíkum málum á Íslandi?

Og svo spurninginin augljósa sem hnýta má við flestar fréttir íslenskra fjölmiðla:  Af hverju spyrjið þið aldrei augljósu spurninganna?

Deildu færslunni