Steingrímur J. og Bankasýslan

Eftirfarandi póstskipti átti ég í dag við Steingrím J. Sigfússon, en Bankasýsla ríkisins heyrir undir fjármálaráðherra, sem skipar stjórn hennar, og getur því væntanlega rekið hana.  Í þessu máli mun koma glöggt í ljós hvort ver öflugra, viljinn til að uppræta það klíkuveldi sem hefur tröllriðið Íslandi áratugum saman, eða þær formlegu girðingar sem valdaklíkurnar hafa reist til að hafa frið fyrir almenningi.

====================================================

Subject: Bankasýslan
————————

From: Einar Steingrimsson <einar@alum.mit.edu>
Date: 2011/10/4
To: „Steingrímur J. Sigfússon“ <sjs@althingi.is>

Sæll Steingrímur

Skilji ég rétt skipar fjármálaráðherra stjórn Bankasýslunnar.  Ég geri ráð fyrir að það þýði að þú getir sett stjórnina af.  Hefurðu hugsað þér að gera það?

Bestu kveðjur,

Einar

———-
From: Einar Steingrimsson <einar@alum.mit.edu>
Date: 2011/10/4
To: „Steingrímur J. Sigfússon“ <sjs@althingi.is>, steingrimur.j.sigfusson@fjr.stjr.is

Sæll aftur Steingrímur,

Sé rétt eftir haft í þessari frétt get ég auðvitað litið á það sem svar við spurningu minni:  http://visir.is/treystir-thvi-ad-pall-hafi-verid-radinn-a-faglegum-forsendum/article/2011111009639

Burtséð frá að að þetta var augljóslega ekki fagleg ráðning í strangasta skilningi get ég ekki séð annað en að þú teljir það í fínu lagi, að formsatriðum fullnægðum, að ráðinn sé í þetta starf maður sem var innsti koppur í búri í einkavinavæðingu bankanna.

Af því má draga þá ályktun, tel ég, að þú lítir svo á að ekkert hafi verið athugavert við Gamla Ísland, og að þú ætlir ekki að beita þér fyrir nýjum vinnubrögðum í stjórnsýslunni.  Eða, hef ég misskilið eitthvað?

Bestu kveðjur,

Einar

———-
From: <steingrimur.j.sigfusson@fjr.stjr.is>
Date: 2011/10/4
To: Einar Steingrimsson <einar@alum.mit.edu>
Sall Einar. Tetta er alveg rett eftir haft og ekki mikid meira sem eg get sagt I bili. Steingrimur

———-
Date: 2011/10/4
To: steingrimur.j.sigfusson@fjr.stjr.is

Sæll enn

Ef þú getur ekki sagt meira í bili af því að þú ert að vinna í að gera stjórnina afturreka með þetta þá bíð ég nokkuð rólegur.  Ếg mun samt, eins og líklega svo margir, halda þessu máli á lofti þar til Páll er horfinn úr forstjórastólnum, og stjórn Bankasýslunnar hefur verið rekin.

Ef þessu verður ekki snúið við er það eitt gleggsta merkið um að ekki eigi að hrófla við því ógeðslega klíkuveldi sem hefur drottnað yfir völdum og peningum í landinu í áratugi.

Bestu kveðjur,

Einar