Iþþ, piþþ, litlinn þinn

Nú er komið í ljós að þvert á það sem ætla mætti af fréttaflutningi og umræðunni um hryðjuverk, eru það þjóðernis- og aðskilnaðarsinnar sem bera ábyrgð á flestum hryðjuverkum í Evrópu. Þeir sem eru svo svellandi af þjóðrækni að þeir hika ekki við að drepa og meiða eru hinsvegar ólíklegir til þess að þurfa að gjalda þess heldur en þeir sem gera nákvæmlega það sama í nafni trúar sinnar, eða öllu heldur trúartúlkunar sem fáir aðhyllast. Halda áfram að lesa

Páll Winkel skilur bara ekkert í þessu

pall-winkel-688x451
Það er mjög óskynsamlegt að flýja úr fangelsi og sérlega óskynsamlegt fyrir þá sem búa í 300.000 manna eyríki. Eins og Páll Winkel bendir á, þá bíður einangrunarvist og minni von um reynslulausn, þeirra sem strjúka. Auk þess eru þeir sviptir möguleikanum á dagsleyfi í tvö ár og geta átt á hættu að vera beittir ýmsum öðrum refsingum (sem formlega eru kölluð „agaviðurlög“) svo sem takmörkun heimsókna og símtala. Halda áfram að lesa

Skilaboð mín til Erlings Freys Guðmundssonar

Fúskið á íslenskum fjölmiðlum er löngu hætt að koma mér á óvart svo þótt mér þyki miður að fjölmiðlaveldi 365 segi upp hæfu fólki, get ég ekki sagt að ég sé beinlínis hissa á því.  Ég er hinsvegar furðu lostin yfir því að nokkrum skuli detta í hug að standa að uppsögn á þann hátt sem lýst er í fyrrnefndum pistli Láru Hönnu.

Halda áfram að lesa

Má ekki segja sannleikann um flóttamenn?

 

Orð Kristínar Völundardóttur, forstjóra Útlendingastofnunar, umflóttatúrisma (5. mín) vöktu að vonum almenna hneykslun. Slæmt er ef fréttastofa Ríkisútvarpsins hefur tekið orð hennar úr samhengi. Kristín þyrfti að útskýra hvernig það var gert og hvað hún sagði eiginlega „í samhengi“ því hún virðist vera ein um að átta sig á því.

Einhverjir telja þó að Kristín sé bara að ræða staðreyndir um flóttamenn og benda á að stofnunin sé of fjársvelt og undirmönnuð til að sinna hlutverki sínu. Þetta sé ekkert öðruvísi en þegar talsmenn Vinnumálastofnunar eða Tryggingastofnunar bendi á að bótakerfið sé misnotað. Halda áfram að lesa

Má löggi leyna Búsóskýrslunni?

Í september 2012 synjaði Stefán Eiríksson lögreglustjóri mér um aðgang að skýrslu lögreglunnar um Búsáhaldabyltinguna. Þann 16. september 2012 kærði ég þá ákvörðun til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Nefndin hefur nú loksins komist að niðurstöðu en hún er sú að lögreglustjóra hafi ekki verið heimilt að synja mér um aðgang að skýrslunni á grundvelli þeirra lagagreina sem hann notaði máli sínu til rökstuðnings. Einnig kemur fram að úr því hafi ekki verið bætt í skýringum lögreglustjórans til úrskurðarnefndarinnar. Halda áfram að lesa

Heimsókn til Friðriks

Árum saman hafa útsendarar Landsvirkjunar lagt landeigendur í nágrenni Þjórsár í einelti. Þeir hafa bankað upp á heima hjá þeim, í sumum tilvikum vikulega og herjað á þá að selja jarðir sem eru ekki til sölu. Þeir hafa farið í leyfisleysi inn á landareignir þeirra til að mæla þær út og setja niður hæla, enda þótt engir samningar eða vilyrði fyrir samningum liggi fyrir.

Halda áfram að lesa

Saving Iceland í höfuðstöðvum Landsvirkjunar

980__320x240_imgp0362FYRIRHUGUÐUM VIRKJUNUM Í ÞJÓRSÁ OG SAMSTARFI VIÐ ALCOA MÓTMÆLT

REYKJAVÍK – Í morgun fóru 30 aktívistar frá Saving Iceland hópnum inn í höfuðstöðvar Landsvirkjunnar, Háaleitisbraut 68, og trufluðu vinnu til að mótmæla fyrirhuguðum Þjórsárvirkjunum og samstarfi fyrirtækisins við Alcoa. Fyrr í morgun vatki Saving Iceland Friðrik Sophusson, forstjóra Landsvirkjunnar og afhenti honum brottfarartilkynningu (sjá r). Halda áfram að lesa