Enn eitt hryðjuverkið

The Guardian greindi frá því í gær að ekki færri en sjö manns hafi látist og 119 særst í þremur sprengjuárásum í Kabúl síðustu daga. Fyrsta sprengjan sprakk við jarðarför þegar einn mótmælenda sem létu lífið í mótmælum gegn stjórnvöldum núna á föstudag var borinn til grafar. Tvær sjálfmorðssprengjuárásir fylgdu í kjölfarið. Meira en þúsund manns voru þar samankomnir og talið er líklegt að tilkynningar um fleiri særða eða látna eigi eftir að berast. Halda áfram að lesa

Og Kastljósið tekur þátt í þögguninni

kastljos-688x451

Á Íslandi er nú stödd sænsk kona að nafni Pye Jakobsson. Hún er einn helsti talsmaður réttindabaráttu starfsfólks í kynlífsiðnaði og starfaði sjálf í þeim geira í mörg ár. Koma Pye til Íslands er samstarfsverkefni sænsku samtakanna Rose Alliance og Snarrótarinnar – samtaka um borgaraleg réttindi en tilefni heimsóknarinnar er sú ósvinna utanríkisráðuneytis Íslands, að standa í vegi fyrir því að starfsfólk í kynlífsþjónustu verði skilgreint sem sex workers í áliti sem unnið er að fyrir UNAIDS. Halda áfram að lesa

„Hrímland úr Kalmar – krúnan burt!“

hrimland-688x451Hrímland eftir Alexander Dan Vilhjálmsson er undarleg saga; hápólitísk fantasía sem gerist á óræðum tíma í Reykjavík í aðdraganda uppreisnar. Nafn sögunnar er vísun í Crymogæu eftir Arngrím Jónsson lærða. Því riti var ætlað að leiðrétta hugmyndir útlendinga um Ísland en saga Alexanders er til þess fallin að leiðrétta hugmyndir Íslendinga um eigið samfélag. Halda áfram að lesa

Tónleikar fyrir Heimssamband verkafólks

heimssamband

IWW stendur fyrir Industrial Workers of the World,eða Heimssamband verkafólks. Samtökin voru stofnuð í Bandaríkjunum 1905 og skiptu sköpum fyrir verkalýðsfélagavæðingu 20. aldar. Enn í dag er Heimssamband verkafólks starfandi í mörgum löndum, þar á meðal á Íslandi. Halda áfram að lesa

Um hönnun og stuld

krummi1Lög um höfundarrétt eru úrelt. Þau eru ekki miðuð við nútímatækni og þau eru ekki miðuð við internetið. Netið gerir það reyndar að verkum að það er full þörf á því að samræma höfundarréttarlög um allan heim.

En lögin ættu ekki bara að þjóna þeim tilgangi að tryggja fólki rétt til heiðursins og tekna af eigin hugverkum, heldur ættu þau líka að vernda hinn almenna borgara gegn bulli á borð við það að handverkskennari sé að kenna börnum hönnunarþjófnað með því að láta þau styðjast við teikningar annarra.  Það er fráleit hugmynd að hönnuðurinn verði af tekjum þótt verk hans séu notuð í kennslu. Ég hef ekki tíma til að skrifa um þetta efni í dag svo þessi pistill sem ég birti 2011 verður að duga í bili.