Nýtingarfasistinn 4. hluti

Ekki henda afgangnum

nytingafasisti-4-688x451

Í síðustu pistlum hef ég boðað þá venju að elda ekki meira en þörf er á en þegar maður einu sinni hefur náð góðum tökum á afgangastjórnun er tilvalið fyrir þá tímabundnu að elda meira en á að nota í það skiptið og nota afgangana í annan rétt næsta dag. Ég mæli þó ekki með því fyrir þá sem ennþá líta á afganga sem rusl. Halda áfram að lesa

Nýtingarfasistinn 3. hluti

kaelir-688x451

Nú þegar þú hefur ákveðið að hætta að henda 62.000 krónum á hvern fjölskyldumeðlim árlega, hefur tekið til í ísskápnum og aflagt þann ósið að kaupa miklu meira en þú hefur þörf fyrir, skaltu tileikna þér þriðju reglu nýtingarfasistans; að ganga vel um ísskápinn. Halda áfram að lesa

Nýtingarfasistinn 1. hluti

Hættum að henda sextíuogtvöþúsundkallinum
ruslamatur-688x451

Fréttir af matarsóun heimila eru kannski pínulítið ýktar. Samkvæmt breskri rannsókn sem oft hefur verið vitnað í undanfarið, hendum við þriðjungnum af því sem við kaupum. Inni í þeirri tölu er þó ýmislegt sem fæst okkar munu nokkurntíma nýta, svosem ávaxtahýði og kaffikorgur. Halda áfram að lesa

Þrjúþúsund sjöhundruð níutíu og sex

Þegar ég kom til Íslands í sumar líkti ég sölu á grænmeti og ávöxtum á Íslandi við skipulagða glæpastarfsemi. Ég er nefnilega vön að kaupa gulrætur á 181 kr/kg í Glasgow og tvær melónur saman á sem svarar 544 kr. (tilboð sem hefur verið í gildi í matvörubúinni næst okkur þessa 18 mánuði sem ég hef búið þar.) Ég fann þessar vörur ekki á svipuðu verði í Reykjavík. Stuttu síðar birtust fréttir af því að á Íslandi væri  innkaupakarfan ódýrust á Norðurlöndum og þótt víðar væri leitað. Halda áfram að lesa