Verkföll eru tímaskekkja

11255615_10152888245102963_979517806_o-688x451Verkföll voru áreiðanlega áhrifarík á tímum iðnbyltingarinnar. En ekki lengur. Allra síst þegar launagreiðandinn græðir á verkfallinu og afleiðingarnar bitna á fólki sem hefur enga möguleika á að hafa áhrif á kjörin. Aukinheldur getur ríkisvaldið bannað verkföll ef þau verða of óþægileg, sem sýnir nú bara hversu falskur þessi svokallaði samningsréttur er. Við þurfum að afnema verkfallsrétt – nei ég er ekki að grínast. Halda áfram að lesa

Tónleikar fyrir Heimssamband verkafólks

heimssamband

IWW stendur fyrir Industrial Workers of the World,eða Heimssamband verkafólks. Samtökin voru stofnuð í Bandaríkjunum 1905 og skiptu sköpum fyrir verkalýðsfélagavæðingu 20. aldar. Enn í dag er Heimssamband verkafólks starfandi í mörgum löndum, þar á meðal á Íslandi. Halda áfram að lesa

Sorptækum gulrótum bjargað

gulraetur

Síðasta sunnudag sagði ég frá reynslu minni af grænmetiskaupum. Þar sem óskemmdar gulrætur fengust ekki í Krónunni síðasta sunnudagsmorgun fór ég tómhent heim. Um kvöldið var ég svo á ferð með fólki sem átti erindi í Hagkaup í Skeifunni og ég ákvað að fara inn með þeim í von um að ástandið væri betra þar en í ódýrari búðum. Halda áfram að lesa

Nýtingarfasistinn 4. hluti

Ekki henda afgangnum

nytingafasisti-4-688x451

Í síðustu pistlum hef ég boðað þá venju að elda ekki meira en þörf er á en þegar maður einu sinni hefur náð góðum tökum á afgangastjórnun er tilvalið fyrir þá tímabundnu að elda meira en á að nota í það skiptið og nota afgangana í annan rétt næsta dag. Ég mæli þó ekki með því fyrir þá sem ennþá líta á afganga sem rusl. Halda áfram að lesa

Nýtingarfasistinn 3. hluti

kaelir-688x451

Nú þegar þú hefur ákveðið að hætta að henda 62.000 krónum á hvern fjölskyldumeðlim árlega, hefur tekið til í ísskápnum og aflagt þann ósið að kaupa miklu meira en þú hefur þörf fyrir, skaltu tileikna þér þriðju reglu nýtingarfasistans; að ganga vel um ísskápinn. Halda áfram að lesa

Nýtingarfasistinn 1. hluti

Hættum að henda sextíuogtvöþúsundkallinum
ruslamatur-688x451

Fréttir af matarsóun heimila eru kannski pínulítið ýktar. Samkvæmt breskri rannsókn sem oft hefur verið vitnað í undanfarið, hendum við þriðjungnum af því sem við kaupum. Inni í þeirri tölu er þó ýmislegt sem fæst okkar munu nokkurntíma nýta, svosem ávaxtahýði og kaffikorgur. Halda áfram að lesa