Að mega ekki afþakka launahækkun

Þann 29. október 2016 voru Alþingiskosningar haldnar á Íslandi. Á meðan landsmenn stóðu í kjörklefunum ákvað Kjararáð að hækka laun alþingismanna um næstum 45%. Þetta var þriðja launahækkunin sem þessi hópur fékk á 12 mánaða tímabili. Ráðherrar voru ekki skildir útundan og urðu heildarlaun þeirra um 2 milljónir á mánuði eftir hækkunina. Halda áfram að lesa

Reykjanesbær segist ekki leysa húsnæðismál með því að koma börnum í fóstur

Vegna frétta af húsnæðislausum foreldrum í Reykjanesbæ sem segja sveitarfélagið ekki bjóða upp á önnur úrræði en þau að koma börnunum í fóstur, sendi ég fyrirspurn til sviðsstjóra velferðarsviðs Reykjanesbæjar um það hvort það væri almenn stefna sveitarfélagsins að bregðast við húsnæðishraki með því að leysa upp fjölskyldur og ef svo væri, hvernig það samræmist meginreglum barnalaga og opinberri stefnu sveitarfélagsins. Halda áfram að lesa

Aðförin að samningafrelsinu

hannes-g-sigurdsson-a-vef-688x451

Þær eru gersamlega óþolandi allar þessar árásir á samningafrelsið.

Einu sinni ríkti fullkomið samningafrelsi á Íslandi. Það voru góðir tímar, sérstaklega fyrir auðvaldið. En svo risu upp efnahagslegir hryðjuverkamenn; svokallaðir verkalýðsleiðtogar sem með aktívisma og annarri lögleysu kúguðu yfirboðara sína til að greiða nógu há laun til þess að gera þeim mögulegt að draga fram lífið. Halda áfram að lesa