Reykjanesbær segist ekki leysa húsnæðismál með því að koma börnum í fóstur

Vegna frétta af húsnæðislausum foreldrum í Reykjanesbæ sem segja sveitarfélagið ekki bjóða upp á önnur úrræði en þau að koma börnunum í fóstur, sendi ég fyrirspurn til sviðsstjóra velferðarsviðs Reykjanesbæjar um það hvort það væri almenn stefna sveitarfélagsins að bregðast við húsnæðishraki með því að leysa upp fjölskyldur og ef svo væri, hvernig það samræmist meginreglum barnalaga og opinberri stefnu sveitarfélagsins. Halda áfram að lesa

Aðförin að samningafrelsinu

hannes-g-sigurdsson-a-vef-688x451

Þær eru gersamlega óþolandi allar þessar árásir á samningafrelsið.

Einu sinni ríkti fullkomið samningafrelsi á Íslandi. Það voru góðir tímar, sérstaklega fyrir auðvaldið. En svo risu upp efnahagslegir hryðjuverkamenn; svokallaðir verkalýðsleiðtogar sem með aktívisma og annarri lögleysu kúguðu yfirboðara sína til að greiða nógu há laun til þess að gera þeim mögulegt að draga fram lífið. Halda áfram að lesa

Verkföll eru tímaskekkja

11255615_10152888245102963_979517806_o-688x451Verkföll voru áreiðanlega áhrifarík á tímum iðnbyltingarinnar. En ekki lengur. Allra síst þegar launagreiðandinn græðir á verkfallinu og afleiðingarnar bitna á fólki sem hefur enga möguleika á að hafa áhrif á kjörin. Aukinheldur getur ríkisvaldið bannað verkföll ef þau verða of óþægileg, sem sýnir nú bara hversu falskur þessi svokallaði samningsréttur er. Við þurfum að afnema verkfallsrétt – nei ég er ekki að grínast. Halda áfram að lesa

Tónleikar fyrir Heimssamband verkafólks

heimssamband

IWW stendur fyrir Industrial Workers of the World,eða Heimssamband verkafólks. Samtökin voru stofnuð í Bandaríkjunum 1905 og skiptu sköpum fyrir verkalýðsfélagavæðingu 20. aldar. Enn í dag er Heimssamband verkafólks starfandi í mörgum löndum, þar á meðal á Íslandi. Halda áfram að lesa

Sorptækum gulrótum bjargað

gulraetur

Síðasta sunnudag sagði ég frá reynslu minni af grænmetiskaupum. Þar sem óskemmdar gulrætur fengust ekki í Krónunni síðasta sunnudagsmorgun fór ég tómhent heim. Um kvöldið var ég svo á ferð með fólki sem átti erindi í Hagkaup í Skeifunni og ég ákvað að fara inn með þeim í von um að ástandið væri betra þar en í ódýrari búðum. Halda áfram að lesa